Myndband: Model Y og ID.6 árekstrarprófaðir í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. október 2021 07:02 Model Y og ID.6 skella saman. Áhugaverð árekstrarprófun tveggja nýrra rafbíla, Tesla Model Y og Volkswagen ID.6. Bílarnir voru á 64 km/klst. hvor, hálf miðjusettir gegn hvor öðrum. Nálgunarhraði er því 128 km/klst. Báðir bílar standa sig vel eins og sjá má á myndbandinu frá Car Crash Test. Niðurstaðan er að farþegarými beggja bíla er nokkuð heillegt eftir áreksturinn. Árekstrarprófunardúkkurnar skullu harkalega í loftpúðana og talsvert álag varð á öryggisbeltin, sem er eðlilegt fyrir svona mikið högg. Enginn eldur kviknaði. Bílstjórahurðin á á Model Y stóð á sér eftir áreksturinn á meðan allar hurðarnar á ID.6 opnuðust. Heilt á litið varð skaðinn sambærilegur á milli bílanna. Það er ómögulegt að greina að annar bíllinn hafi staðið sig betur en hinn. Hér að neðan má sjá bílana tekna í sundur eftir árekstursprófið. Vistvænir bílar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent
Niðurstaðan er að farþegarými beggja bíla er nokkuð heillegt eftir áreksturinn. Árekstrarprófunardúkkurnar skullu harkalega í loftpúðana og talsvert álag varð á öryggisbeltin, sem er eðlilegt fyrir svona mikið högg. Enginn eldur kviknaði. Bílstjórahurðin á á Model Y stóð á sér eftir áreksturinn á meðan allar hurðarnar á ID.6 opnuðust. Heilt á litið varð skaðinn sambærilegur á milli bílanna. Það er ómögulegt að greina að annar bíllinn hafi staðið sig betur en hinn. Hér að neðan má sjá bílana tekna í sundur eftir árekstursprófið.
Vistvænir bílar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent