Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 14:13 Karen María Sigurgeirsdóttir handsalar samning við Sigurð Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks. Facebook/@fotbolti Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi. Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira