Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2021 11:01 Elías Rafn Ólafsson í leik með U-17 ára landsliðinu í blaki á móti á Englandi 2015. blaksamband íslands Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun. Danski boltinn Blak Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Elías hefur slegið í gegn með Midtjylland á undanförnum vikum og haldið hreinu í fimm af fyrstu sex leikjum sínum fyrir aðallið félagsins. Hann æfði þrjár íþróttir á yngri árum, náði langt í tveimur þeirra en valdi á endanum fótboltann. „Ég æfði bæði blak og handbolta þegar ég var yngri. Blak aðeins lengur en ég svo valdi ég fótbolta sem ég sé alls ekki eftir,“ sagði Elías í samtali við Vísi í gær. Hann æfði blak með HK, lék með yngri landsliðunum og tvo A-landsleiki. Þeir komu báðir gegn Færeyjum í maí 2015 í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikana sem voru haldnir hér á landi. Þá var Elías aðeins fimmtán ára. Þrátt fyrir að vera kominn í A-landsliðið þetta ungur varð blakið ekki fyrir valinu heldur fótboltinn. „Á sínum tíma var erfitt að skilja við blakið en það var engin spurning hvað ég átti að velja. Ég vissi það alveg sjálfur,“ sagði Elías. Hann er þó viss um að hann hefði einnig gert það gott í blakinu. „Ég hefði án efa náð langt í því líka en ég er ánægður með ákvörðunina,“ sagði Elías. Elías ásamt bræðrum sínum, Björgvini Inga (grænklæddur) og Gunnari Heimi (nr. 2). Með þeim á myndinni eru bræðurnir Máni (nr. 18) og Markús Ingi (nr. 4) Matthíassynir.blaksamband íslands Þess má geta að báðir foreldarar Elíasar, Ólafur Heimir Guðmundsson og Ingibjörg Gunnarsdóttir léku fyrir A-landsliðið í blaki. Ólafur lék 64 landsleiki og Ingibjörg 54. Elías hefur leikið sjö leiki fyrir U-21 árs landsliðið í fótbolta og var valinn í A-landsliðið fyrir tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í fyrra. Hópur A-landsliðsins fyrir leikina gegn Liechtenstein og Armeníu í undankeppni HM í næsta mánuði verður kynntur á morgun.
Danski boltinn Blak Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn