Jordan við Curry: Golfið er erfiðara en körfuboltinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 16:01 Michael Jordan fylgist með Ryder bikarnum í golfi um helgina. AP/Jeff Roberson Afreksmennirnir Michael Jordan og Stephen Curry eiga það ekki aðeins sameiginlegt að vera einstakir leikmenn í NBA körfuboltanum heldur eru þeir líka báðir miklir golfáhugamenn. Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. NBA Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jordan og Curry voru báðir staddir á Ryder bikarnum um helgina þar sem bandaríska landsliðið vann stórsigur. Golf Channel var að sjálfsögðu með veglega útsendingu frá keppninni og þau fengu Curry og Jordan til að ræða saman um golf fyrir framan myndavélarnar. Það sem vakti sérstaka athygli var samanburður Michael Jordan á körfuboltanum og golfinu. Jordan er mögulega besti körfuboltamaður sögunnar og vann meðal annars sex NBA titla og tvö Ólympíugull á sínum stórkostlega ferli. „Ég byrjaði í golfi vegna þess að mínu mati er golf erfiðasta íþróttin fyrir keppnismann,“ sagði Michael Jordan við Curry sem tók undir það. View this post on Instagram A post shared by Golf Channel (@golfchannel) „Ég gat alltaf brugðist við varnarmanni á móti mér eða leikmanni sem ég var að dekka. Í golfi er eins og þú sért að spila fyrir framan spegil og þú ert alltaf að elta þessa fullkomnun, í hverju einasta höggi og hverju einasta pútti,“ sagði Jordan. „Fyrir mikinn keppnismann eins og mig þá heldur golfið mér heilum á geðsmunum. Þegar ég hætti í körfuboltanum á sínum tíma þá var golfið nóg til að sinna keppnisþörfinni minni. Í dag get ég reyndar orðið alveg vitlaus líka á golfinu og þá fer ég að veiða á milli þar sem ég þarf að sýna þolinmæði sem svo nýtust mér í golfinu,“ sagði Jordan. Jordan var kominn á fullt í golfinu þegar hann var að spila körfubolta. Þekkt er hversu mikið golf hann spilaði þegar hann var með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.
NBA Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira