Hverjar mæta Evrópumeisturunum í roki og rigningu í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 08:01 Íslenska liðið lék síðast í júní þegar það mætti Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum og vann þá báða. vísir/Hulda Margrét Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld í leik sem gæti ráðið miklu um möguleika íslenska liðsins á að komast í fyrsta sinn á HM kvenna í fótbolta. Þorsteinn Halldórsson getur teflt fram sterku byrjunarliði. Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann