Oddvitaáskorunin: „Tökum völdin af auðvaldinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2021 21:02 María Pétursdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. María Pétursdóttir leiðir lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Þegar ég var lítil og lék mér í garðinum hjá ömmu á Digranesvegi, gekk ég einu sinni fyrir spíturólu á fleygiferð. Ég fékk gat á hausinn. Þá fór amma með mig niður götuna þar sem sjúkrasamlagið var og hjúkrunarfræðingur saumaði saman sárið. Þetta er svo lýgileg minning þar sem fólki í dag er beinlínis ráðlagt frá því að mæta á slysó og þarf að ferðast mun lengri leiðir eftir læknishjálp þrátt fyrir að mannfjölgun hafi aukist verulega. Þá er læknavaktin einkafyrirtæki nema hvað og sérfræðilæknar geta ótakmarkaða sótt í sameiginlega sjóði á sama tíma og hjálpartæki eru oft fremur óaðgenileg og jafnvel leigð út til fatlaðs fólks.. Ég tengdi aldrei almennilega við neitt stjórnmálaafl hér á árum áður fyrr en Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður en þar fann ég hjartað slá og réttlætisbaráttuandann svífa yfir vötnum. Ég hef nefnilega rekið mig á ótrúlega margt annað en spíturólur í kerfinu í tengslum við það að veikjast.“ „Að bera saman velferðarkerfið í Noregi við kerfið okkar, húsnæðiskerfið í Svíþjóð við okkar og heilbrigðiskerfið í Danmörku við okkar kerfi, menntakerfið í Finnlandi við okkar menntakerfi gerir mann svo óskaplega dapran. Ísland þarf nefnilega ekki að vera svona mikið bananalýðveldi þar sem hagsmunum almennings er sópað undir teppið og okkur sagt sí og æ að hér þurfi að huga að stöðuleika og borga upp skuldir á met hraða. Það er vanfundið það ríki sem alltaf þarf að búa til bólur og spóla upp vexti svo eignastéttin græði á meðan tapinu er velt yfir á almenning. Þetta er tegund af hagfræði sem löngu er orðin úrelt og hefur einmitt bara það hlutverk að breikka bilið milli ríkra og fátækra. Einu sinni voru lægstu laun á Íslandi nær skattlaus en í dag hefur skattbyrðin verið færð yfir á þau fátækustu. Hverslags siðferði býr þar að baki? Og hvers vegna í ósköpunum þarf að niðurlægja langveikt og fatlað fólk með því að stunda hér mestu skerðingar sem þekkjast á byggðu bóli? Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að jaðarsetja viðkvæma hópa? Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að byggja upp kerfi sem sneiðir lífæðarnar af byggðum landsins í gegnum kvótaframsal og hversvegna í ósköpunum getum við ekki rekið grunn þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu um allt land Þetta og svo magt annað þarf að laga og það þarf að gerast hratt því við erum með hverjum deginum að falla á tíma ef við ætlum að leyfa framtíðinni, jörðinni og mannkyninu að njóta vafans. Skiptum út kapítalisma út fyrir mannúðlegan sósíalisma og tökum völdin af auðvaldinu.“ Klippa: Oddvitaáskorun - María Pétursdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Allir staðir í náttúru Íslands, jafnvel í garðinum eru fallegastir ef líðanin er góð þann þann daginn, allt frá míkróskóp sýn af mosa tiil lopapeysufjalla. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég hef bara aldrei splæst á mig bragðaref. Er ég að missa af miklu? Uppáhalds bók? Morgnar í Yenin e. Susan Abulhawa en þó nánast ómögulegt að velja því þær eru margar svo góðar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Words don´t come easy” sem er auðvitað dásamlega cheasy. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Djúpuvík eða Djúpavogi af því ég elska að söngla inní síldartönkunum á báðum stöðum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Þegar allir fóru að dunda stofnuðum við Sósíalistar Samstöðina og ég reyndi að senda út 3 þætti í viku af Öryrkjaráðinu, forfallaðist stundum eððlilega en kynntist fullt af frábæru fólki í gegnum Zoom. Hvað tekur þú í bekk? Hvaða bekkur er það? Ég var sko rekin úr 8.bekk til dæmis svo ég tek helst ekki svona bekki. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Ég bursta stundum tennur fyrir og eftiri morgunmat ef ég borða morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Draumastarfið ef búið væri að leysa úr helstu óréttlætismálum samfélagsins væri að reka listaskóla á grunnskólastigi fyrir börn, semja tónlist setja upp gjörninga og skrifa bækur. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hann hversu margt hinseggin og kynsegin fólk og fólk með Tourette og á einhverfurófi sé í Norður Kóreu og svo enda á að segja „Valdið til fólksins!” á Kóresku. Uppáhalds tónlistarmaður? Philip Glass tekur toppsætið. Besti fimmaurabrandarinn? Ferð í unglingaherbergið er eins og ferð í IKEA, þú kemur út með allskonar smávöru, skálar, glös, diska... Ein sterkasta minningin úr æsku? Til dæmis tilkoma stóru tuskudúkkunnar í fjölskylduna sem mamma saumaði handa okkur systkyninum (um 150 cm á hæð) og við rifumst um kynferðið á sem endaði með því að hán varð kynsegin og fékk nafnið Katóli. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Fyrirmynd mín í pólitík er kannski bara helst Nina Simone sem söng um frelsi og réttlæti og barðist með aktívistagrúppu. Besta íslenska Eurovision-lagið? Besta Íslenska Eurovisionlagið er ekki komið ennþá en það mun heita Réttlátt samfélag! Besta frí sem þú hefur farið í? Besta fríið var eflaust fyrsta fullorðinsfríið mitt, interrail með Sólu vinkonu frá Amsterdam til Griikklands og sem ég safnaði fyrir eftir að kaupa ríkisskuldabréf fyrir smá summu af fæðingarorlofinu í hálft ár. Svona var hægt í þá daga. Uppáhalds þynnkumatur? Þynkumatur er ekki til í mínum orðaforða enda eflaust eitthvað jukk. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég bíð eftir að fatlaðir geti fengið að keyra að gosstöðvunum en veit þó ekki hvort bilaðir fætur og biluð lungu séu neitt kjörin fyrir eldfjallaráp. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var nú svo uppátækjasöm á þeim tíma að ég eignaðist tvö börn á meðan ég hefði átt að vera í menntaskóla. Er ekki ennþá orðin stúdent. Rómantískasta uppátækið? Rómantískasta uppátækið var sennilega þegar ég gaf kærastanum mínum þáverandi og núverandi lykil í jólagjöf eða kannski þegar ég gaf honum loftvog Hattífattanna. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
María Pétursdóttir leiðir lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. „Þegar ég var lítil og lék mér í garðinum hjá ömmu á Digranesvegi, gekk ég einu sinni fyrir spíturólu á fleygiferð. Ég fékk gat á hausinn. Þá fór amma með mig niður götuna þar sem sjúkrasamlagið var og hjúkrunarfræðingur saumaði saman sárið. Þetta er svo lýgileg minning þar sem fólki í dag er beinlínis ráðlagt frá því að mæta á slysó og þarf að ferðast mun lengri leiðir eftir læknishjálp þrátt fyrir að mannfjölgun hafi aukist verulega. Þá er læknavaktin einkafyrirtæki nema hvað og sérfræðilæknar geta ótakmarkaða sótt í sameiginlega sjóði á sama tíma og hjálpartæki eru oft fremur óaðgenileg og jafnvel leigð út til fatlaðs fólks.. Ég tengdi aldrei almennilega við neitt stjórnmálaafl hér á árum áður fyrr en Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður en þar fann ég hjartað slá og réttlætisbaráttuandann svífa yfir vötnum. Ég hef nefnilega rekið mig á ótrúlega margt annað en spíturólur í kerfinu í tengslum við það að veikjast.“ „Að bera saman velferðarkerfið í Noregi við kerfið okkar, húsnæðiskerfið í Svíþjóð við okkar og heilbrigðiskerfið í Danmörku við okkar kerfi, menntakerfið í Finnlandi við okkar menntakerfi gerir mann svo óskaplega dapran. Ísland þarf nefnilega ekki að vera svona mikið bananalýðveldi þar sem hagsmunum almennings er sópað undir teppið og okkur sagt sí og æ að hér þurfi að huga að stöðuleika og borga upp skuldir á met hraða. Það er vanfundið það ríki sem alltaf þarf að búa til bólur og spóla upp vexti svo eignastéttin græði á meðan tapinu er velt yfir á almenning. Þetta er tegund af hagfræði sem löngu er orðin úrelt og hefur einmitt bara það hlutverk að breikka bilið milli ríkra og fátækra. Einu sinni voru lægstu laun á Íslandi nær skattlaus en í dag hefur skattbyrðin verið færð yfir á þau fátækustu. Hverslags siðferði býr þar að baki? Og hvers vegna í ósköpunum þarf að niðurlægja langveikt og fatlað fólk með því að stunda hér mestu skerðingar sem þekkjast á byggðu bóli? Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að jaðarsetja viðkvæma hópa? Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að byggja upp kerfi sem sneiðir lífæðarnar af byggðum landsins í gegnum kvótaframsal og hversvegna í ósköpunum getum við ekki rekið grunn þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu um allt land Þetta og svo magt annað þarf að laga og það þarf að gerast hratt því við erum með hverjum deginum að falla á tíma ef við ætlum að leyfa framtíðinni, jörðinni og mannkyninu að njóta vafans. Skiptum út kapítalisma út fyrir mannúðlegan sósíalisma og tökum völdin af auðvaldinu.“ Klippa: Oddvitaáskorun - María Pétursdóttir Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Allir staðir í náttúru Íslands, jafnvel í garðinum eru fallegastir ef líðanin er góð þann þann daginn, allt frá míkróskóp sýn af mosa tiil lopapeysufjalla. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég hef bara aldrei splæst á mig bragðaref. Er ég að missa af miklu? Uppáhalds bók? Morgnar í Yenin e. Susan Abulhawa en þó nánast ómögulegt að velja því þær eru margar svo góðar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Words don´t come easy” sem er auðvitað dásamlega cheasy. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Djúpuvík eða Djúpavogi af því ég elska að söngla inní síldartönkunum á báðum stöðum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Þegar allir fóru að dunda stofnuðum við Sósíalistar Samstöðina og ég reyndi að senda út 3 þætti í viku af Öryrkjaráðinu, forfallaðist stundum eððlilega en kynntist fullt af frábæru fólki í gegnum Zoom. Hvað tekur þú í bekk? Hvaða bekkur er það? Ég var sko rekin úr 8.bekk til dæmis svo ég tek helst ekki svona bekki. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Ég bursta stundum tennur fyrir og eftiri morgunmat ef ég borða morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Draumastarfið ef búið væri að leysa úr helstu óréttlætismálum samfélagsins væri að reka listaskóla á grunnskólastigi fyrir börn, semja tónlist setja upp gjörninga og skrifa bækur. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ég myndi spyrja hann hversu margt hinseggin og kynsegin fólk og fólk með Tourette og á einhverfurófi sé í Norður Kóreu og svo enda á að segja „Valdið til fólksins!” á Kóresku. Uppáhalds tónlistarmaður? Philip Glass tekur toppsætið. Besti fimmaurabrandarinn? Ferð í unglingaherbergið er eins og ferð í IKEA, þú kemur út með allskonar smávöru, skálar, glös, diska... Ein sterkasta minningin úr æsku? Til dæmis tilkoma stóru tuskudúkkunnar í fjölskylduna sem mamma saumaði handa okkur systkyninum (um 150 cm á hæð) og við rifumst um kynferðið á sem endaði með því að hán varð kynsegin og fékk nafnið Katóli. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Fyrirmynd mín í pólitík er kannski bara helst Nina Simone sem söng um frelsi og réttlæti og barðist með aktívistagrúppu. Besta íslenska Eurovision-lagið? Besta Íslenska Eurovisionlagið er ekki komið ennþá en það mun heita Réttlátt samfélag! Besta frí sem þú hefur farið í? Besta fríið var eflaust fyrsta fullorðinsfríið mitt, interrail með Sólu vinkonu frá Amsterdam til Griikklands og sem ég safnaði fyrir eftir að kaupa ríkisskuldabréf fyrir smá summu af fæðingarorlofinu í hálft ár. Svona var hægt í þá daga. Uppáhalds þynnkumatur? Þynkumatur er ekki til í mínum orðaforða enda eflaust eitthvað jukk. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég bíð eftir að fatlaðir geti fengið að keyra að gosstöðvunum en veit þó ekki hvort bilaðir fætur og biluð lungu séu neitt kjörin fyrir eldfjallaráp. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn! Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var nú svo uppátækjasöm á þeim tíma að ég eignaðist tvö börn á meðan ég hefði átt að vera í menntaskóla. Er ekki ennþá orðin stúdent. Rómantískasta uppátækið? Rómantískasta uppátækið var sennilega þegar ég gaf kærastanum mínum þáverandi og núverandi lykil í jólagjöf eða kannski þegar ég gaf honum loftvog Hattífattanna.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira