Kia keyrir á rafmagnið á fyrstu IAA Mobility bílasýningunni í Munchen Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. ágúst 2021 07:01 Kia EV6 kemur með appi sem gerir notendum kleift a stilla ýmislegt í bílnum. Kia verður mjög áberandi með nýjustu rafbíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni IAA Mobility sem haldin verður í fyrsta skipti í Munchen 7-12 september nk. Kia mun frumsýna tvo spennandi rafbíla á sýningunni; glænýjan EV6 rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu og nýja kynslóð af Sportage sem kemur nú í Plug-in Hybrid útfærslu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Báðir bílarnir þykja sérlega fallega hannaðir og eru til marks um framúrskarandi árangur Kia á hönnunarsviðinu sem skilað hefur bílaframleiðandanum fjölda alþjóðlegra verðlauna. IAA Mobility sýningin fer fram í Munchen í september. Kia Sportage er nú framleiddur í sérstakri Evrópu útgáfu og er þetta í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage sem það gerist. Þetta er fimmta kynslóð þessa vinsæla sportjeppa sem breytist nú mikið í útliti og hönnun. Nýr Kia Sportage er glæsilegur ásýndar með sportlegt og nútímalegt útlit sem vekur athygli. Nýr Sportage er með tengiltvinnvél sem samanstendur af 1,6 lítra bensínvél og 13,8 kWh rafhlöðu. Samtals munu þessir aflgjafar gefa bílnum 268 hestöfl. öflugum rafhlöðum. Kia EV6 er aflmikill rafbíll sem dregur alls 528 km samkvæmt WLTP staðli. Hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. EV6 er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. Forsala á þessum spennandi bíl er þegar hafin og verður hann kynntur hérlendis í nóvember. Vistvænir bílar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Báðir bílarnir þykja sérlega fallega hannaðir og eru til marks um framúrskarandi árangur Kia á hönnunarsviðinu sem skilað hefur bílaframleiðandanum fjölda alþjóðlegra verðlauna. IAA Mobility sýningin fer fram í Munchen í september. Kia Sportage er nú framleiddur í sérstakri Evrópu útgáfu og er þetta í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage sem það gerist. Þetta er fimmta kynslóð þessa vinsæla sportjeppa sem breytist nú mikið í útliti og hönnun. Nýr Kia Sportage er glæsilegur ásýndar með sportlegt og nútímalegt útlit sem vekur athygli. Nýr Sportage er með tengiltvinnvél sem samanstendur af 1,6 lítra bensínvél og 13,8 kWh rafhlöðu. Samtals munu þessir aflgjafar gefa bílnum 268 hestöfl. öflugum rafhlöðum. Kia EV6 er aflmikill rafbíll sem dregur alls 528 km samkvæmt WLTP staðli. Hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. EV6 er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. Forsala á þessum spennandi bíl er þegar hafin og verður hann kynntur hérlendis í nóvember.
Vistvænir bílar Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent