Haaland sökkti Eintracht Frankfurt Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 14. ágúst 2021 19:27 Bestur á vellinum í dag. AP Photo/Martin Meissner Borussia Dortmund fékk Eintracht Frankfurt í heimsókn í dag í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Erling Braut-Haaland stal að venju senunni með frábærum leik. Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum Þýski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Fyrir leikinn voru gulklæddir Dortmunt taldir sigurstranglegri en gestirnir en það mátti ekki miklu muna þar sem lítið skildi liðin að á síðustu leiktíð. Þá lenti Dortmund í þriðja sæti Bundesligunnar en Frankfurt lokaði tímabilinu í fimmta sæti þremur stigum á eftir. Það tók Dortmund 23 mínútur að komast yfir. Þar var að verki hin óviðjafnanlegi Marco Reus eftir sendingu frá Haaland. Frankfurt jafnaði þó strax í kjölfarið með sjálfsmarki Felix Passlack. Heimamenn áttu þó eftir að skora tvö mörk áður en hálfleiksflautan gall. Fyrst var það Thorgan Hazard sem skoraði eftir undirbúning Haaland á 32. mínútu en Haaland skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar. 3-1 í hálfleik. Pretty good, pretty pretty good pic.twitter.com/B8TdtTmanE— Borussia Dortmund (@BlackYellow) August 14, 2021 Dortmund hélt svo áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik en Giovanni Reyna skoraði á 58. mínútu áður en fimmta markið kom frá Haaland á 70. mínútu eftir undirbúning Marco Reus sem þakkaði þar með kærlega fyrir stoðsendinguna í fyrsta markinu. Jens Petter Hauge skoraði svo sárabótarmark fyrir gestina á 86. mínútu. 5-2 og Haaland byrjar þetta tímabil nákvæmlega eins og hann endaði það síðasta. Tvö mörk og tvær stoðsendingar uppskeran í dag. Önnur úrslit úr þýsku Bundesligunni í dag voru þessi: Armenia Bielefeld 0-0 Freiburg Augsburg 0-4 Hoffenheim (Alfreð Finnbogason meiddur) Union Berlin 1-1 Bayer Leverkusen VfB Stuttgart 5-1 Greuther Fuerth Wolfsburg 1-0 Bochum
Þýski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira