Leikur á frönsku í nýjum Netflix þáttum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 07:00 Fransk-íslenski leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á morgun. Magali Bragard/Netflix Leikarinn Tómas Lemarquis fer með hlutverk í Netflix-þáttaröðinni Gone for Good sem frumsýnd verður á streymisveitunni á morgun. Heimsfaraldur setti svip sinn á tökurnar sem fóru fram í Frakklandi á síðasta ári. Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Þáttaröðin inniheldur fimm þætti og fjallar um mann sem horfði á tvo ástvini sína vera myrta. Tíu árum síðar hverfur hans heitt elskaða í jarðarför móður hans. Um er að ræða spennutryllir sem byggður er á samnefndri bók metsöluhöfundarins Harlan Coben. „Ég er náttúrlega hálfur Frakki þannig þetta var skemmtilegt. Ég hef bara leikið í einni franskri mynd í fullri lengd og svo reyndar einni annarri með Kevin Costner sem tekin var upp í París en hún var þó á ensku,“ segir Tómas. „Svo var ég líka að vinna með leikstjóra sem ég hef unnið með áður í hryllingsmynd sem heitir Painless sem tekin var upp á Spáni. Þannig það var skemmtilegt að rifja upp okkar kynni.“ Covid hafði félagsleg áhrif Tökur stóðu yfir tæpa fjóra mánuði og segir Tómas að Covid-19 hafi vissulega haft áhrif á tökutímabilið. „Þetta var náttúrlega bara í miðju Covid þegar allt var bara allt eldrautt á svæðinu. Það var eiginlega bara fyrir kraftaverk að allt gekk vel og enginn veiktist.“ Hann segir áhrif heimsfaraldursins þó að mestu hafa verið félagsleg. „Það var útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Maður gat eiginlega ekkert hitt kollegana þannig þetta voru svona spes aðstæður. Maður eyddi mun minni tíma með fólki sem er venjulega partur af galdrinum við svona tökur.“ Tómas vill lítið gefa upp um hlutverk sitt í þáttunum.Magali Bragard/Netflix Þurfti að bæta á sig 10 kg af vöðvum þegar líkamsræktir voru lokaðar Tómas segir þó lán í óláni að vegna heimsfaraldurs voru allar lúxus íbúðir á svæðinu lausar. Sjálfur dvaldi hann í íbúð sem var skammt frá villu leikarans Sean Connery. „Ég var bara aleinn en það sem bjargaði mér voru þessar frábæru svalir sem ég hafði með útsýni yfir hafið. Það heilaði mig alveg. Ég gat farið á hverjum degi og synt í sjónum.“ Tómas stóð frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa bæta á sig tíu kílóum af vöðvum fyrir hlutverkið þegar allar líkamsræktir voru lokaðar. Honum tókst þó ætlunarverkið með eina ketilbjöllu og eina upphífingarstöng að vopni úti á svölum. „Ég var að vinna eftir prógrammi eftir Jón Viðar bardagaíþróttamann og var búinn að taka námskeið með honum. Síðan voru alls konar æfingar með áhættuleikurunum.“ Hér má sjá dásamlegt útsýni af svölum lúxus íbúðarinnar sem Tómas dvaldi í á tökutímabilinu.Tómas Lemarquis Ýmislegt á döfinni Tómas vill lítið gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum. Hann segist spenntur fyrir frumsýningunni og segir meðal annars hafa verið risa stóra auglýsingu fyrir þættina á Times Square í gær. Þessa dagana er Tómas staddur á Þingeyri þar sem tökur standa yfir á kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Myndin er eftir Hilmar Oddsson og fara þau Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld með hlutverk í myndinni. „Svo er ég að fara sitja í dómnefnd í kvikmyndafestivali í Brussel sem fer fram í byrjun september. Í lok september er ég svo að fara taka upp ameríska mynd sem tekin verður upp í Möltu.“ Samhliða leiklistinni hefur hann starfað sem leiðsögumaður á Íslandi á sumrin og er því óhætt að segja að hann sé með marga bolta á lofti þessa dagana. Tómas hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, íslenskum sem erlendum.Magali Bragard/Netflix
Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira