„Þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. ágúst 2021 16:00 Pálmi Gestsson var gestur Gulla og Heimis í Bítinu í morgun en Pálmi ræddi meðal annars um leiklistina, smíðarnar og Spaugstofuna. „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ segir leikarinn Pálmi Gestsson og í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bítið var í dag sent út frá Bolungarvík en þar eiga einmitt Pálmi og kona hans, Sigurlaug Halldórsdóttir, aðsetur og fallegt hús. Nóg að gera í leiklistinni Aðspurður hvort að hann sé alveg fluttur vestur segir Pálmi svo ekki vera. „Nei, nei, nei. Ég er meira að segja búinn að vera tiltölulega lítið hér fyrir vestan í sumar. Það helgast aðallega af því að ég er þarna uppi á heiði í Reykjavík, Heytjarnarheiði heitir það víst. Ég er svo mikið að smíða og vesenast þar og svo hingað og þangað að vinna.“ „Þú sagðir smíða, ertu ekki að leika neitt þessa dagana?,“ spyr Heimir. „Jú, jú, jú! Ég er að leika alltof mikið,“ segir Pálmi og hlær. „Ég er núna hér fyrir vestan því ég er að taka þátt í bíómynd sem Hilmar Oddson er að gera. Myndin gerist á leið frá Vestfjörðum og suður,“ segir hann en myndin heitir Á ferð með mömmu. Pálmi segir nóg að gera í leiklistinni en gerir þó góðlátlegt grín af því að leiklistin sé nú farin að þvælast óþarflega mikið fyrir smíðavinnunni. Ég nenni ekkert alltaf að vera að þessu því það truflar alltaf smíðarnar. Spaugstofumenn eiga enn mikið inni Gulli kemur mögulega upp um vanþekkingu sína í leikhúsheiminum þegar hann spyr: „Þú hefur ekki verið í leikhúsunum lengi, er það?“ „Nei, ekki nema bara síðustu fjörutíu ár,“ segir Pálmi og skellir upp úr en útskýrir svo í framhaldi að auðvitað hafi ekki farið mikið fyrir leikhúslífinu síðustu misseri vegna heimsfaraldursins. Ásamt því að vera að leika í mynd Hilmars Oddssonar nú í sumar lék hann einnig í sjónvarpsseríunni Svörtu sandar í leikstjórn Balvins Z. „En Spaugstofan?“, spyr Gulli. „Ætlar Spaugstofan ekkert að koma saman aftur?“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ spyr Pálmi og hlær. Við erum enn í fullu fjöri, við hittumst vikulega í kaffi við strákarnir og eigum mikið eftir. Hvort að Spaugstofan komi saman aftur veit ég ekki. En mér finnst full þörf á svona þætti. Pálmi segir þá félaga lengi hafa talað um fyrir mikilvægi þess að halda yrði áfram að framleiða þætti eins og Spaugstofuna því mikil þekking og þjálfun skapist við svona sjónvarpsgerð sem vert er að halda við. Hann segir það miður að svona þekking glatist. „Því var ekkert sinnt. Nú veit ég ekkert endilega hvort að fólk hafi þjálfun í að gera þetta í dag,“ segir Pálmi og bætir því við að hver einasta þjóð þurfi á svona þáttum að halda. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Talið berst að því þegar Spaugstofan fór á svið Þjóðleikshússins fyrir nokkrum árum og segir Pálmi það hafa heppnast mjög vel. Svið er eiginlega skemmtilegra. Þú færð stemmninguna og viðbrögðin beint í æð. Það er svo skemmtilegt móment! Skemmtilegast að herma eftir Laxness Pálmi hefur lengi verið einn af fremstu eftirhermum landsins en sjálfur segist hann nú hafa verið misgóður í því að herma eftir fólki. „Ég lenti í því svolítið í því að herma eftir, þó að ég gæti það ekki stundum," segir Pálmi og hlær. „Það er oft nóg að komast inn í hausinn á áhorfendum og þá vita hver þetta á að vera. Maður var misjafnlega góður í því að herma eftir fólki og sumum gat maður ekkert hermt eftir en þurfti að herma eftir þeim í mörg ár.“ Aðspurður hverjum honum hafi fundist skemmtilegast að herma eftir stóð ekki á svörum. „Það sem ég byrjaði á og mér finnst skemmtilegast og ég tel að ég hafi verið langbestur í, var Halldór Laxness. Ég byrjaði ungur á honum en okkar ævir sköruðust dálítið illa því að það var lítið tilefni til að vera að leika hann á þessum tíma.“ Gulli og Heimir fá Pálma til að herma aðeins eftir Laxness og spyrja í framhaldi hver galdurinn sé. Pálmi segir það mikilvægt að fá tilfinningu fyrir karakternum sem hermt er eftir og að munnstaðan sé mjög mikilvæg. Ég er svo mikill aðdáandi Laxnes, hann er svo stór og mikill rithöfundur og ég elska bækurnar hans og verkin hans. Margir sem eru að móðgast fyrir hönd annarra Aðspurður hvort að þjóðþekktir karakterar í nútíma samfélagi séu eins margir og skemmtilegir til að herma eftir og þeir voru segir Pálmi það svo sannarlega vera. „Jú, ég held það nú og það sem okkur hefur klæjað í fingurna undanfarin ár. Hugsiði ykkur bara hvað hefur verið að gerast undanfarin ár og hafa ekki haft vettvang til að taka á þessum málum maður. Covid-faraldurinn og allur hamagangurinn.“ Heimir segir marga grínara og skemmtikrafta hafa talað um það í dag að þeir þurfi að passa sig svo mikið því nú sé svo auðvelt að móðga einhvern og tekur Pálmi í sama streng. „Já, þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern,“ segir Pálmi og bætir því við að honum finnist mjög mikið um það í dag að fólk sé að móðgast fyrir hönd annarra. Hann minnist þess þegar hann var að herma eftir viðskiptamanninum, Björgólfi Guðmundssyni en Björgólfi sjálfum hafi alltaf fundist svo gaman þegar hann var að herma eftir sér en furðað sig á því að fólk hafi verið að móðgast fyrir sína hönd. Fólk spurði hvort að hann ætlaði ekki bara að fara að gera eitthvað í þessu, þetta gengi bara ekki. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér ofar í greininni. Klippa: Spaugstofan - Gamla stæl Bítið Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Bolungarvík Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
Bítið var í dag sent út frá Bolungarvík en þar eiga einmitt Pálmi og kona hans, Sigurlaug Halldórsdóttir, aðsetur og fallegt hús. Nóg að gera í leiklistinni Aðspurður hvort að hann sé alveg fluttur vestur segir Pálmi svo ekki vera. „Nei, nei, nei. Ég er meira að segja búinn að vera tiltölulega lítið hér fyrir vestan í sumar. Það helgast aðallega af því að ég er þarna uppi á heiði í Reykjavík, Heytjarnarheiði heitir það víst. Ég er svo mikið að smíða og vesenast þar og svo hingað og þangað að vinna.“ „Þú sagðir smíða, ertu ekki að leika neitt þessa dagana?,“ spyr Heimir. „Jú, jú, jú! Ég er að leika alltof mikið,“ segir Pálmi og hlær. „Ég er núna hér fyrir vestan því ég er að taka þátt í bíómynd sem Hilmar Oddson er að gera. Myndin gerist á leið frá Vestfjörðum og suður,“ segir hann en myndin heitir Á ferð með mömmu. Pálmi segir nóg að gera í leiklistinni en gerir þó góðlátlegt grín af því að leiklistin sé nú farin að þvælast óþarflega mikið fyrir smíðavinnunni. Ég nenni ekkert alltaf að vera að þessu því það truflar alltaf smíðarnar. Spaugstofumenn eiga enn mikið inni Gulli kemur mögulega upp um vanþekkingu sína í leikhúsheiminum þegar hann spyr: „Þú hefur ekki verið í leikhúsunum lengi, er það?“ „Nei, ekki nema bara síðustu fjörutíu ár,“ segir Pálmi og skellir upp úr en útskýrir svo í framhaldi að auðvitað hafi ekki farið mikið fyrir leikhúslífinu síðustu misseri vegna heimsfaraldursins. Ásamt því að vera að leika í mynd Hilmars Oddssonar nú í sumar lék hann einnig í sjónvarpsseríunni Svörtu sandar í leikstjórn Balvins Z. „En Spaugstofan?“, spyr Gulli. „Ætlar Spaugstofan ekkert að koma saman aftur?“ „Spaugstofan, hvað er það aftur?“ spyr Pálmi og hlær. Við erum enn í fullu fjöri, við hittumst vikulega í kaffi við strákarnir og eigum mikið eftir. Hvort að Spaugstofan komi saman aftur veit ég ekki. En mér finnst full þörf á svona þætti. Pálmi segir þá félaga lengi hafa talað um fyrir mikilvægi þess að halda yrði áfram að framleiða þætti eins og Spaugstofuna því mikil þekking og þjálfun skapist við svona sjónvarpsgerð sem vert er að halda við. Hann segir það miður að svona þekking glatist. „Því var ekkert sinnt. Nú veit ég ekkert endilega hvort að fólk hafi þjálfun í að gera þetta í dag,“ segir Pálmi og bætir því við að hver einasta þjóð þurfi á svona þáttum að halda. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Talið berst að því þegar Spaugstofan fór á svið Þjóðleikshússins fyrir nokkrum árum og segir Pálmi það hafa heppnast mjög vel. Svið er eiginlega skemmtilegra. Þú færð stemmninguna og viðbrögðin beint í æð. Það er svo skemmtilegt móment! Skemmtilegast að herma eftir Laxness Pálmi hefur lengi verið einn af fremstu eftirhermum landsins en sjálfur segist hann nú hafa verið misgóður í því að herma eftir fólki. „Ég lenti í því svolítið í því að herma eftir, þó að ég gæti það ekki stundum," segir Pálmi og hlær. „Það er oft nóg að komast inn í hausinn á áhorfendum og þá vita hver þetta á að vera. Maður var misjafnlega góður í því að herma eftir fólki og sumum gat maður ekkert hermt eftir en þurfti að herma eftir þeim í mörg ár.“ Aðspurður hverjum honum hafi fundist skemmtilegast að herma eftir stóð ekki á svörum. „Það sem ég byrjaði á og mér finnst skemmtilegast og ég tel að ég hafi verið langbestur í, var Halldór Laxness. Ég byrjaði ungur á honum en okkar ævir sköruðust dálítið illa því að það var lítið tilefni til að vera að leika hann á þessum tíma.“ Gulli og Heimir fá Pálma til að herma aðeins eftir Laxness og spyrja í framhaldi hver galdurinn sé. Pálmi segir það mikilvægt að fá tilfinningu fyrir karakternum sem hermt er eftir og að munnstaðan sé mjög mikilvæg. Ég er svo mikill aðdáandi Laxnes, hann er svo stór og mikill rithöfundur og ég elska bækurnar hans og verkin hans. Margir sem eru að móðgast fyrir hönd annarra Aðspurður hvort að þjóðþekktir karakterar í nútíma samfélagi séu eins margir og skemmtilegir til að herma eftir og þeir voru segir Pálmi það svo sannarlega vera. „Jú, ég held það nú og það sem okkur hefur klæjað í fingurna undanfarin ár. Hugsiði ykkur bara hvað hefur verið að gerast undanfarin ár og hafa ekki haft vettvang til að taka á þessum málum maður. Covid-faraldurinn og allur hamagangurinn.“ Heimir segir marga grínara og skemmtikrafta hafa talað um það í dag að þeir þurfi að passa sig svo mikið því nú sé svo auðvelt að móðga einhvern og tekur Pálmi í sama streng. „Já, þú opnar ekkert munninn núna án þess að móðga einhvern,“ segir Pálmi og bætir því við að honum finnist mjög mikið um það í dag að fólk sé að móðgast fyrir hönd annarra. Hann minnist þess þegar hann var að herma eftir viðskiptamanninum, Björgólfi Guðmundssyni en Björgólfi sjálfum hafi alltaf fundist svo gaman þegar hann var að herma eftir sér en furðað sig á því að fólk hafi verið að móðgast fyrir sína hönd. Fólk spurði hvort að hann ætlaði ekki bara að fara að gera eitthvað í þessu, þetta gengi bara ekki. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér ofar í greininni. Klippa: Spaugstofan - Gamla stæl
Bítið Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Bolungarvík Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira