Litríkar ruslafötur vekja lukku í Vestmannaeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 13:19 Hér má sjá tvær af þeim litríku og skemmtilegu ruslafötum sem finna má í Vestmannaeyjum. Helgi Rasmussen Tórzhamar Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður. „Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar
Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira