Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. ágúst 2021 14:39 Samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára segir lagið Vertigo ekta sumarsmell sem fjalli um það að láta ekkert stoppa sig. „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lagið Vertigo er fyrsta lag Örnu Báru og er lagið gefið út í samvinnu við tónlistarmanninn og plötusnúðinn Stijn Claes. Lagið og tónlistarmyndbandið átti upphaflega að koma út fyrir nokkrum vikum en Arna segist ekki hafa verið nógu ánægð með útkomuna og því stoppað ferlið af til að gera breytingar. „Ég var ekki sátt með „final demo“ og vildi láta laga lagið og fara til baka í þá stefnu sem við lögðum upp með í byrjun.“ Arna Bára segir spennandi tíma framundan og að hún sé rétt að byrja. Hér er hún með plötusnúðinum Stijn Claes sem vann með henni lagið Vertigo. „Ég vil auðvitað að fyrsta lagið sem ég gef út sé fullkomið og vill frekar fresta heldur en að gefa eitthvað út sem ég er ekki 100% ánægð með. Þeir eru samt mjög skilningsríkir með allt og vilja að ég sé sátt.“ Arna Bára er samanlagt með yfir 2 miljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Arna Bára er búsett á Spáni þar sem hún starfar aðallega við efnisframleiðslu fyrir samfélagsmiðla. Síðustu ár hefur hún stækkað mjög hratt á samfélagsmiðlum og er hún í dag með yfir miljón fylgjendur bæði á Instagram og Facebook. Hent út í djúpu laugina Arna segir ferlið við það að gefa út lag hafa komið sér töluvert á óvart og sérstaklega hversu hratt allt gerðist. Aðeins tíu mínútum eftir að ég fékk að hlusta á lagið þá var mér bara hent út í djúpu laugina og látin syngja fyrir framan alla og æfa lag sem ég kunni ekki. En ég tók þessu bara og rúllaði laginu upp. Það var ekki verið að hanga neitt við þetta en það tók um það bil einn og hálfan tíma að taka upp lagið til að ná því fullkomnu. Arna hefur aldrei reynt fyrir sér í tónlist áður en segist þó alltaf hafa vitað að hún gæti sungið. Hún er óhrædd við að reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum og segir hún tónlistarheiminn heilla. „Já, þetta er bara rétt að byrja. Það er búið að bóka mig í gigg í Frakklandi og svo á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Belgíu. Þeir eru strax byrjaðir á næsta lagi og munu koma hingað til Spánar í hverjum mánuði að hitta mig. Þannig að það eru spennandi tímar framundan.“ Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
Lagið Vertigo er fyrsta lag Örnu Báru og er lagið gefið út í samvinnu við tónlistarmanninn og plötusnúðinn Stijn Claes. Lagið og tónlistarmyndbandið átti upphaflega að koma út fyrir nokkrum vikum en Arna segist ekki hafa verið nógu ánægð með útkomuna og því stoppað ferlið af til að gera breytingar. „Ég var ekki sátt með „final demo“ og vildi láta laga lagið og fara til baka í þá stefnu sem við lögðum upp með í byrjun.“ Arna Bára segir spennandi tíma framundan og að hún sé rétt að byrja. Hér er hún með plötusnúðinum Stijn Claes sem vann með henni lagið Vertigo. „Ég vil auðvitað að fyrsta lagið sem ég gef út sé fullkomið og vill frekar fresta heldur en að gefa eitthvað út sem ég er ekki 100% ánægð með. Þeir eru samt mjög skilningsríkir með allt og vilja að ég sé sátt.“ Arna Bára er samanlagt með yfir 2 miljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Arna Bára er búsett á Spáni þar sem hún starfar aðallega við efnisframleiðslu fyrir samfélagsmiðla. Síðustu ár hefur hún stækkað mjög hratt á samfélagsmiðlum og er hún í dag með yfir miljón fylgjendur bæði á Instagram og Facebook. Hent út í djúpu laugina Arna segir ferlið við það að gefa út lag hafa komið sér töluvert á óvart og sérstaklega hversu hratt allt gerðist. Aðeins tíu mínútum eftir að ég fékk að hlusta á lagið þá var mér bara hent út í djúpu laugina og látin syngja fyrir framan alla og æfa lag sem ég kunni ekki. En ég tók þessu bara og rúllaði laginu upp. Það var ekki verið að hanga neitt við þetta en það tók um það bil einn og hálfan tíma að taka upp lagið til að ná því fullkomnu. Arna hefur aldrei reynt fyrir sér í tónlist áður en segist þó alltaf hafa vitað að hún gæti sungið. Hún er óhrædd við að reyna fyrir sér á nýjum vígstöðvum og segir hún tónlistarheiminn heilla. „Já, þetta er bara rétt að byrja. Það er búið að bóka mig í gigg í Frakklandi og svo á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Belgíu. Þeir eru strax byrjaðir á næsta lagi og munu koma hingað til Spánar í hverjum mánuði að hitta mig. Þannig að það eru spennandi tímar framundan.“
Samfélagsmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Fleiri fréttir Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Sjá meira
Arna Bára gefur út lag: „Ísland er bara ekki nógu stórt fyrir mig“ Fyrirsætan og OnlyFans stjarnan Arna Bára Karlsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún gefur út sitt fyrsta lag í vikunni og er nú þegar bókuð á tónlistarhátíðina Tomorrowland í Frakklandi. 23. júní 2021 10:40