Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 22:49 Martin Shkreli á leið á fund þingnefndar árið 2016. AP/Susan Walsh Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Aðeins eitt eintak er til af plötunni Martin Shkreli keypti plötuna „Once Upon a Time in Shaolin” á uppboði árið 2015. Talið er að fyrir hana hafi hann greitt um tvær milljónir dala og var eina skilyrði kaupanna að hann mætti ekki selja hana næstu 88 árin. Platan sjálf er ansi vegleg, 31 lag í einstaklega fallegum kassa í fylgd 174 blaðsíðna bók með textum og öðru góðgæti og komu allir núlifandi meðlimir Wu-Tang Clan að gerð plötunnar. Shkreli vann sér inn gælunafnið „hataðasti maður internetsins“ árið 2015 þegar hann hækkaði verð á nauðsynlegum alnæmislyfjum um rúmlega fimm þúsund prósent. Hann var þá framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækisins Turing Pharmaceuticals. Árið 2018 var hann þó dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir fjársvik. Hann hafði svikið fé úr fjárfestum tveggja sjóða sem hann stofnaði. Þá lagði ríkið hald á plötuna einstöku. Sjá einnig: „Hataðasti maður internetsins“ brast í grát og dæmdur í sjö ára fangelsi Robert Fitzgerald Diggs, eða RZA, og Clifford Smith, eða Method Man, úr Wu-Tang Clan á sviðið á Coachella árið 2013.AP/John Shearer Shkreli er enn í fangelsi en samkvæmt frétt Washington Post hafnaði dómari í fyrra beiðni hans um að honum yrði sleppt úr fangelsi svo hann gæti rannsakað meðferð gegn Covid-19. Dómarinn sagði þá beiðni byggja á hugarórum og mikilmennskubrjálæði. Í áðurnefndri tilkynningu segir að hagnaðurinn af sölu plötunnar verði notaður til að greiða sektir Shkreli og að hann hafi nú lokið því. Kaupandinn komst að samkomulagi við saksóknara um að hann nyti nafnleyndar.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira