Mercedes-Benz færir sig alfarið yfir í rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júlí 2021 07:01 Mercedes-Benz EQA 250. Þýski lúxusbílaframleiðandinn Daimler stefnir að því að framleiða eingöngu rafknúnar Mercedes-Benz bifreiðar í lok áratugarins. Framleiðandinn hyggst því hætta alfarið þróun bensín- og dísilbíla og þar með færa sig úr áðurkynntri “Electric First” stefnu yfir í “Electric Only”. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Allar nýjar undirtegundir Mercedes-Benz verða alrafknúnar frá árinu 2025. Mercedes-Benz áætlar að hanna þrjár nýjar gerðir af undirvögnum sérætluðum fyrir rafbíla; MB.ES, sem verða miðlungsstórar til stórar farþegabifreiðar, AMG.EA, sem verða sportbifreiðar undir merkjum AMG, og VAN.EA, sem verða minni sendibifreiðar. Frá og með árinu 2025 mun neytendum jafnframt gefast kostur á að kaupa alrafknúna gerð í öllum þeim flokkum sem Mercedes-Benz býður upp á bifreiðar. „Hraði rafbílavæðingarinnar er að aukast og sérstaklega í flokki lúxusbifreiða, þar sem Mercedes-Benz staðsetur sig. Við færumst nær orkuskiptaviðsnúningnum og við verðum tilbúin þegar markaðir skipta alfarið yfir í rafmagn undir lok áratugarins,“ segir Ola Källenius, forstjóri Daimler og Mercedes-Benz. Í ljósi þessara fyrirætlana hefur Daimler gefið út að Mercedes-Benz muni gefa í við rannsóknir og þróun og munu fjárfestingar vegna rafknúinna bifreiða á milli áranna 2022 og 2030 nema yfir 40 milljörðum evra. Vistvænir bílar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Allar nýjar undirtegundir Mercedes-Benz verða alrafknúnar frá árinu 2025. Mercedes-Benz áætlar að hanna þrjár nýjar gerðir af undirvögnum sérætluðum fyrir rafbíla; MB.ES, sem verða miðlungsstórar til stórar farþegabifreiðar, AMG.EA, sem verða sportbifreiðar undir merkjum AMG, og VAN.EA, sem verða minni sendibifreiðar. Frá og með árinu 2025 mun neytendum jafnframt gefast kostur á að kaupa alrafknúna gerð í öllum þeim flokkum sem Mercedes-Benz býður upp á bifreiðar. „Hraði rafbílavæðingarinnar er að aukast og sérstaklega í flokki lúxusbifreiða, þar sem Mercedes-Benz staðsetur sig. Við færumst nær orkuskiptaviðsnúningnum og við verðum tilbúin þegar markaðir skipta alfarið yfir í rafmagn undir lok áratugarins,“ segir Ola Källenius, forstjóri Daimler og Mercedes-Benz. Í ljósi þessara fyrirætlana hefur Daimler gefið út að Mercedes-Benz muni gefa í við rannsóknir og þróun og munu fjárfestingar vegna rafknúinna bifreiða á milli áranna 2022 og 2030 nema yfir 40 milljörðum evra.
Vistvænir bílar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent