35 milljón punda maður sem enginn vill Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2021 23:15 Drinkwater hefur ekki átt sjö dagana sæla frá skiptum sínum til Chelsea. vísir/getty Danny Drinkwater var eftirsóttur sumarið 2017 eftir frambærilega frammistöðu á miðju Leicester City sem hafði þá tekið þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins og unnið Englandsmeistaratitilinn ári áður. Hið sama er ekki hægt að segja um sumarið 2021. Drinkwater er 31 árs gamall og uppalinn hjá Manchester United. Hann náði aldrei að festa sig í sessi þar á bæ og hafði ekki spilað leik fyrir félagið þegar Leicester City fékk hann, þá 22 ára gamlan, í sínar raðir árið 2012. Þá hafði hann aldrei spilað úrvalsdeildarleik og gengið misvel á láni hjá Huddersfield, Cardiff, Watford og Barnsley í neðri deildunum. Hann hafði þó sannað sig sem ágætis miðjumaður á B-deildarstiginu og varð að fastamanni hjá Leicester þar. Mikilvægur hluti af sigurliði Eftir tvö og hálft tímabil komst liðið upp í úrvalsdeild árið 2014 og á öðru ári sínu í deild þeirra bestu varð kraftaverk þar sem Leicester, sem spáð var neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabilið, varð Englandsmeistarari undir stjórn Claudio Ranieri tímabilið 2015-16. Allt gekk upp hjá Leicester þetta tímabil eins og þetta skrautlega mark Drinkwater er dæmi um. Drinkwater hafði spilað frábærlega á miðjunni með Frakkanum N'Golo Kanté, sem var keyptur til Chelsea beint eftir deildarsigurinn og varð Frakkinn meistari þar á ný á fyrsta ári, tímabilið 2016-17. Drinkwater hélt áfram að spila vel hjá Leicester á meðan Kanté var horfinn á braut og hugðist Antonio Conte, stjóra Chelsea, að endurskapa samband Drinkwater og Kanté í Lundúnum er hann splæsti 35 milljónum punda og rándýrum fimm ára samningi á Englendinginn. Næturklúbbar og slagsmál Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Drinkwater á hans fyrsta tímabili hjá Chelsea. Hann spilaði alls 22 leiki fyrir liðið, þar af tólf í deild, og fæsta þeirra var hann í byrjunarliði. Conte var látinn fara eftir það tímabil og við af honum tók annar Ítali, Maurizio Sarri. Hann vildi ekkert með Drinkwater hafa og meiðslin héldu áfram að taka sinn toll. Ítrekaðar myndir sem birtust af honum á síðum gulu pressunnar að njóta næturlífsins í Lundúnum hjálpuðu eflaust ekki til. Þetta mark gegn Stoke í ársbyrjun 2018 var sjaldséð gleðistund hjá Drinkwater í bláum búningi Chelsea. Drinkwater hafði hins vegar engan áhuga á að gefa eftir þau 100 þúsund pund sem hann skildi fá borguð vikulega næstu árin og enginn brottfararhugur á honum. Við tók misheppnuð lánsdvöl hjá Burnley þar sem hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb þremur vikum eftir að gengið í raðir félagsins. Hann spilaði einn leik áður en Sean Dyche skilaði honum til Chelsea í janúar. Dean Smith gaf honum þá tækifæri hjá Aston Villa eftir áramótin 2020 en þar spilaði hann aðeins fjóra leiki og lenti í slagsmálum á æfingu við Spánverjann Jota, leikmann liðsins. Endurreisn í kortunum? Í september 2020 opnaði Drinkwater sig í viðtali við Telegraph þar sem hann sagðist hafa átt í vandræðum utan vallar og hugðist ætla að koma ferlinum aftur á réttan kjöl. Hann var ekki valinn í úrvalsdeildarhóp Chelsea af Frank Lampard og númer hans var gefið nýja varnarmanninum Thiago Silva. Drinkwater lék einn leik í treyju Chelsea á nýliðinni leiktíð, með U23 ára liði félagsins í framrúðubikarnum. Hann fékk þó loks annað tækifæri til að sanna sig í janúar. Hann spilaði ellefu leiki fyrir tyrkneska félagið Kasimipasa í úrvalsdeildinni þar í landi. Í heildina hefur hefur Drinkwater frá árinu 2018 spilað færri leiki fyrir lánsfélögin þrjú en hann gerði á sínu eina ári í aðalliðshópi Chelsea og hefur Rússinn Roman Abramovich, eigandi félagsins, eflaust gert betri fjárfestingar. Miðjumaðurinn á forsíðu The Sun í apríl 2019. Drinkwater hafði fengið sér í glas og sest undir stýri með slæmum afleiðingum. Drinkwater fékk óvænt tækifæri til að spila með Chelsea á yfirstandandi undirbúningstímabili, þar sem hann byrjaði leik gegn Peterborough, 1077 dögum eftir síðasta leik sinn fyrir félagið. Í æfingahópnum er hann ásamt mönnum eins og Tiémoué Bakayoko, Ruben Loftus-Cheek og Ross Barkley, sem keppast um miðjumannssæti í leikmannahópi Thomasar Tuchel. Það skildi þó aldrei vera að Drinkwater og Kanté sameini krafta sína á ný á komandi tímabili. Það verður að þykja ólíklegt en þá er spurning hvort Drinkwater sé loks reiðubúinn að gefa eftir stóran launatékkann til að koma ferlinum aftur af stað. Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Drinkwater er 31 árs gamall og uppalinn hjá Manchester United. Hann náði aldrei að festa sig í sessi þar á bæ og hafði ekki spilað leik fyrir félagið þegar Leicester City fékk hann, þá 22 ára gamlan, í sínar raðir árið 2012. Þá hafði hann aldrei spilað úrvalsdeildarleik og gengið misvel á láni hjá Huddersfield, Cardiff, Watford og Barnsley í neðri deildunum. Hann hafði þó sannað sig sem ágætis miðjumaður á B-deildarstiginu og varð að fastamanni hjá Leicester þar. Mikilvægur hluti af sigurliði Eftir tvö og hálft tímabil komst liðið upp í úrvalsdeild árið 2014 og á öðru ári sínu í deild þeirra bestu varð kraftaverk þar sem Leicester, sem spáð var neðsta sæti deildarinnar fyrir tímabilið, varð Englandsmeistarari undir stjórn Claudio Ranieri tímabilið 2015-16. Allt gekk upp hjá Leicester þetta tímabil eins og þetta skrautlega mark Drinkwater er dæmi um. Drinkwater hafði spilað frábærlega á miðjunni með Frakkanum N'Golo Kanté, sem var keyptur til Chelsea beint eftir deildarsigurinn og varð Frakkinn meistari þar á ný á fyrsta ári, tímabilið 2016-17. Drinkwater hélt áfram að spila vel hjá Leicester á meðan Kanté var horfinn á braut og hugðist Antonio Conte, stjóra Chelsea, að endurskapa samband Drinkwater og Kanté í Lundúnum er hann splæsti 35 milljónum punda og rándýrum fimm ára samningi á Englendinginn. Næturklúbbar og slagsmál Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Drinkwater á hans fyrsta tímabili hjá Chelsea. Hann spilaði alls 22 leiki fyrir liðið, þar af tólf í deild, og fæsta þeirra var hann í byrjunarliði. Conte var látinn fara eftir það tímabil og við af honum tók annar Ítali, Maurizio Sarri. Hann vildi ekkert með Drinkwater hafa og meiðslin héldu áfram að taka sinn toll. Ítrekaðar myndir sem birtust af honum á síðum gulu pressunnar að njóta næturlífsins í Lundúnum hjálpuðu eflaust ekki til. Þetta mark gegn Stoke í ársbyrjun 2018 var sjaldséð gleðistund hjá Drinkwater í bláum búningi Chelsea. Drinkwater hafði hins vegar engan áhuga á að gefa eftir þau 100 þúsund pund sem hann skildi fá borguð vikulega næstu árin og enginn brottfararhugur á honum. Við tók misheppnuð lánsdvöl hjá Burnley þar sem hann lenti í slagsmálum fyrir utan næturklúbb þremur vikum eftir að gengið í raðir félagsins. Hann spilaði einn leik áður en Sean Dyche skilaði honum til Chelsea í janúar. Dean Smith gaf honum þá tækifæri hjá Aston Villa eftir áramótin 2020 en þar spilaði hann aðeins fjóra leiki og lenti í slagsmálum á æfingu við Spánverjann Jota, leikmann liðsins. Endurreisn í kortunum? Í september 2020 opnaði Drinkwater sig í viðtali við Telegraph þar sem hann sagðist hafa átt í vandræðum utan vallar og hugðist ætla að koma ferlinum aftur á réttan kjöl. Hann var ekki valinn í úrvalsdeildarhóp Chelsea af Frank Lampard og númer hans var gefið nýja varnarmanninum Thiago Silva. Drinkwater lék einn leik í treyju Chelsea á nýliðinni leiktíð, með U23 ára liði félagsins í framrúðubikarnum. Hann fékk þó loks annað tækifæri til að sanna sig í janúar. Hann spilaði ellefu leiki fyrir tyrkneska félagið Kasimipasa í úrvalsdeildinni þar í landi. Í heildina hefur hefur Drinkwater frá árinu 2018 spilað færri leiki fyrir lánsfélögin þrjú en hann gerði á sínu eina ári í aðalliðshópi Chelsea og hefur Rússinn Roman Abramovich, eigandi félagsins, eflaust gert betri fjárfestingar. Miðjumaðurinn á forsíðu The Sun í apríl 2019. Drinkwater hafði fengið sér í glas og sest undir stýri með slæmum afleiðingum. Drinkwater fékk óvænt tækifæri til að spila með Chelsea á yfirstandandi undirbúningstímabili, þar sem hann byrjaði leik gegn Peterborough, 1077 dögum eftir síðasta leik sinn fyrir félagið. Í æfingahópnum er hann ásamt mönnum eins og Tiémoué Bakayoko, Ruben Loftus-Cheek og Ross Barkley, sem keppast um miðjumannssæti í leikmannahópi Thomasar Tuchel. Það skildi þó aldrei vera að Drinkwater og Kanté sameini krafta sína á ný á komandi tímabili. Það verður að þykja ólíklegt en þá er spurning hvort Drinkwater sé loks reiðubúinn að gefa eftir stóran launatékkann til að koma ferlinum aftur af stað.
Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira