Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 20:31 Julia Ducournau grét af gleði þegar hún tók við Gullpálmanum. Vadim Ghirda/AP Photo Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag. Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær. Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær.
Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira