Messi hæddist að liðsfélaga Gylfa eftir klúður hans í vítakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 09:30 Lionel Messi og Yerry Mina lenti saman í leiknum eins og sjá má hér. Getty/MB Media Það var mikil spenna í loftinu í vítaspyrnukeppni Argentínu og Kólumbíu í undanúrslitum Suðurameríkukeppninnar og sjálfur Lionel Messi hikaði ekki við að strá salti í sár mótherja í vítakeppninni. Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum. Argentína Copa América Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Yerry Mina, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, varð fyrir því óláni að klikka á víti í vítaspyrnukeppninni en Kólumbíumenn klikkuðu alls á þremur vítum og eru úr leik. Mina var annar leikmaður Kolumbíu sem klikkaði í vítakeppninni en á endanum var það Lautaro Martínez sem tryggði Argentínumönnum sæti í úrslitaleiknum. Messi tók fyrstu spyrnu Argentínumanna og skoraði. Lionel Messi shouted "Dance now!" at Yerry Mina after he missed his penalty against Argentina pic.twitter.com/mIYnUUrPbq— ESPN FC (@ESPNFC) July 7, 2021 Kólumbíumenn höfðu komist í undanúrslitaleikinn með því að vinna vítaspyrnukeppni á móti Úrúgvæ. Yerry Mina skoraði þá úr sinni spyrnu og bauð upp á dans á eftir eins og hann gerir vanalega þegar hann skorar í leik. Nú gerði hann það í vítakeppninni. Þetta virtist fara í taugarnar á mörgum og þar á meðal Messi. Mina og Messi hafði lent aðeins saman í leiknum og var þvi enginn aðdáandi Mina. Messi hæddist að Mina eftir að Emiliano Martinez varði víti Kólumbíumannsins. Sjónvarpsvélarnar sýndu þegar Messi öskraði að honum: „Dansaðu núna,“ mátti heyra Messa kalla en þar sem það voru engir áhorfendur á vellinum heyrðist það sem menn voru að segja. Það heyrðist því líka hvernig markvörðurinn Emiliano Martinez reyndi að taka Mina á taugum fyrir vítið. „Sjáðu, boltinn er ekki á punktinum,“ sagði Emiliano Martinez fyrst við dómarann áður en hann sneri sér að Mina. HOW ABOUT DANCING NOW? yells Leo Messi to Yerry Mina after his penalty kick is saved by Dibu Martínez. This is the Messi all of Argentina wants to see. Fired up and in it pic.twitter.com/0mFXzVdru5— Nico Cantor (@Nicocantor1) July 7, 2021 „Þú ert stressaður. Ég sé að þú ert stressaður. Ég veit hvert þú ætlar að skjóta. Ég ætla að éta þig. Mundu, ég ætla að éta þig,“ sagði Martinez. Martinez stóð við sín orð og varði vítaspyrnu Mina. Martinez, sem er fyrrum markvörður Arsenal og núverandi markvörður Aston Villa, varði alls þrjár vítaspyrnur frá Kólumbíumönnum og var hetja Argentínumanna í leiknum.
Argentína Copa América Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Fleiri fréttir Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Sjá meira