Segir fólk leggjast í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. júlí 2021 08:00 Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Uppistandið hefur verið vinsælt í gæsunum, en hún segir það ekki hafa orðið til þess að neinni brúði hafi snúist hugur. Kristín Tómasdóttir, para- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og rithöfundur, býður upp á fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöf í formi uppistands. Hún segir tilviljanir ráða of miklu þegar fólk parar sig saman og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velur sér hund heldur en maka. Fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöfin sem Kristín býður upp á hefur slegið í gegn í gæsunum og saumaklúbbum landsins. Um er að ræða uppistand sem hún byggir á raunverulegum staðreyndum og heimildum um parasambönd. Hún segir það hafa orðið til fyrir algjöra tilviljun þegar hún var að gera lokaverkefni í námi sínu í fjölskyldumeðferð. „Ég hugsaði með mér að ég gæti skrifað rosalega leiðinlega ritgerð eða ég get gert uppistand sem er skemmtilegt. Það er rosalega gaman að skrifa það en alveg rosalega vont í framkvæmd, að standa fyrir framan fólk sem býður bara eftir því að þú segir eitthvað fyndið,“ segir Kristín um upphafið. Einstæðingar ættu líka að fara til hjónabandsráðgjafa Að hennar mati eru allt of fá pör sem leita í fyrirbyggjandi ráðgjöf en hún mælir einnig með hjónabandsráðgjöf fyrir einstæðinga . „Við getum gert miklu meira með því að fyrirbyggja vandann í staðinn fyrir að reyna að setja einhverja plástra. Í rauninni finnst mér að fólk ætti bara að leita til hjónabandsráðgjafa þegar það er einsætt og er í makaleit.“ „Eitt stærsta vandamál sem fylgir hjónaböndum er að þú hefur valið þér vitlausan maka, þannig að hjónabandsráðgjafar ættu að koma miklu fyrr að borðunum þar,“ segir Kristín. Hún segir þó að engri verðandi brúði hafi snúist hugur eftir að hafa hlýtt á uppistandið hennar, ekki ennþá. „En margir verða mjög hugsi yfir því sem ég er að nefna þarna og byrja að pæla í sínum samböndum.“ Að mati Kristínar ætti að vera hjónabandsráðgjafi inni á öllum stærstu vinnustöðum landsins. „Vegna þess að ef það gengur illa í hjónabandinu okkar, þá erum við ekki að skila jafn miklum afköstum í vinnunni okkar.“ Segir tilviljanir stjórna of miklu í pörun Skuldbinding er mikilvægasti þátturinn í parasamböndum að mati Kristínar, en hún vill meina að skuldbundið fólk skilji síður. Með skuldbindingu á hún til dæmis við gift pör, pör með börn eða pör með sameiginlegan fjárhag. „En það er ekki út af þessum hlutum, heldur er það vegna þess að þú varst tilbúinn til þess að skuldbinda þig.“ Þá grínast Kristín með það að ráðleggja pörum sem eru að hætta saman að gifta sig frekar. „Það er skemmtilegra að gifta sig heldur en að skilja og ef þú giftir þig, þá skilurðu síður sem er náttúrlega svolítið þversagnakennt,“ segir Kristín og hlær. Hún telur parasamband vera þá breytu sem hefur hvað mest áhrif á hamingju okkar. „En við erum óttalegir klaufar í þessu. Það er engin sem er búin að kenna okkur þetta og við leggjum alltof litla áherslu á þetta.“ Hún segir alltof algengt að tilviljanir stjórni því hverjir parist saman og hverjir ekki og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velji sér hund heldur en maka. „Þegar þú velur þér hund þá lestu allt um þá hundategund og þú velur hundategund sem hentar vel miðað við þína fjölskyldugerð. Þú lest ættbækur og þú ferð á hvolpanámskeið og ert bara algjör sérfræðingur í þessum hundi.“ „En þegar fólk velur sér maka, þá fer það bara í sleik við hjólið á English og lætur bara þar við sitja.“ Kristín var gestur í Reykjavík síðdegis. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Hér fyrir neðan er einnig hægt að lesa viðtal Makamála við Kristínu um skilnaði, sambönd og framhjáhald. Fjölskyldumál Ástin og lífið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Fyrirbyggjandi hjónabandsráðgjöfin sem Kristín býður upp á hefur slegið í gegn í gæsunum og saumaklúbbum landsins. Um er að ræða uppistand sem hún byggir á raunverulegum staðreyndum og heimildum um parasambönd. Hún segir það hafa orðið til fyrir algjöra tilviljun þegar hún var að gera lokaverkefni í námi sínu í fjölskyldumeðferð. „Ég hugsaði með mér að ég gæti skrifað rosalega leiðinlega ritgerð eða ég get gert uppistand sem er skemmtilegt. Það er rosalega gaman að skrifa það en alveg rosalega vont í framkvæmd, að standa fyrir framan fólk sem býður bara eftir því að þú segir eitthvað fyndið,“ segir Kristín um upphafið. Einstæðingar ættu líka að fara til hjónabandsráðgjafa Að hennar mati eru allt of fá pör sem leita í fyrirbyggjandi ráðgjöf en hún mælir einnig með hjónabandsráðgjöf fyrir einstæðinga . „Við getum gert miklu meira með því að fyrirbyggja vandann í staðinn fyrir að reyna að setja einhverja plástra. Í rauninni finnst mér að fólk ætti bara að leita til hjónabandsráðgjafa þegar það er einsætt og er í makaleit.“ „Eitt stærsta vandamál sem fylgir hjónaböndum er að þú hefur valið þér vitlausan maka, þannig að hjónabandsráðgjafar ættu að koma miklu fyrr að borðunum þar,“ segir Kristín. Hún segir þó að engri verðandi brúði hafi snúist hugur eftir að hafa hlýtt á uppistandið hennar, ekki ennþá. „En margir verða mjög hugsi yfir því sem ég er að nefna þarna og byrja að pæla í sínum samböndum.“ Að mati Kristínar ætti að vera hjónabandsráðgjafi inni á öllum stærstu vinnustöðum landsins. „Vegna þess að ef það gengur illa í hjónabandinu okkar, þá erum við ekki að skila jafn miklum afköstum í vinnunni okkar.“ Segir tilviljanir stjórna of miklu í pörun Skuldbinding er mikilvægasti þátturinn í parasamböndum að mati Kristínar, en hún vill meina að skuldbundið fólk skilji síður. Með skuldbindingu á hún til dæmis við gift pör, pör með börn eða pör með sameiginlegan fjárhag. „En það er ekki út af þessum hlutum, heldur er það vegna þess að þú varst tilbúinn til þess að skuldbinda þig.“ Þá grínast Kristín með það að ráðleggja pörum sem eru að hætta saman að gifta sig frekar. „Það er skemmtilegra að gifta sig heldur en að skilja og ef þú giftir þig, þá skilurðu síður sem er náttúrlega svolítið þversagnakennt,“ segir Kristín og hlær. Hún telur parasamband vera þá breytu sem hefur hvað mest áhrif á hamingju okkar. „En við erum óttalegir klaufar í þessu. Það er engin sem er búin að kenna okkur þetta og við leggjum alltof litla áherslu á þetta.“ Hún segir alltof algengt að tilviljanir stjórni því hverjir parist saman og hverjir ekki og að fólk leggist í meiri rannsóknarvinnu þegar það velji sér hund heldur en maka. „Þegar þú velur þér hund þá lestu allt um þá hundategund og þú velur hundategund sem hentar vel miðað við þína fjölskyldugerð. Þú lest ættbækur og þú ferð á hvolpanámskeið og ert bara algjör sérfræðingur í þessum hundi.“ „En þegar fólk velur sér maka, þá fer það bara í sleik við hjólið á English og lætur bara þar við sitja.“ Kristín var gestur í Reykjavík síðdegis. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Hér fyrir neðan er einnig hægt að lesa viðtal Makamála við Kristínu um skilnaði, sambönd og framhjáhald.
Fjölskyldumál Ástin og lífið Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01 Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37 „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
„Engin skömm í því að vilja vinna úr framhjáhaldi“ „Að mínu mati eru ekki til neinar dæmigerðar framhjáhalds týpur, það er í raun og veru mýta. Ég sé það í meðferðarvinnu að sá sem heldur framhjá gerir það ekkert endilega aftur,“ segir Björg Vigfúsdóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur í viðtali við Makamál. 17. júní 2021 07:01
Óhamingja og meiri kynlífslöngun aðalástæður framhjáhalds Framhjáhald er vafalaust eitt af stærstu og erfiðustu svikum sem fólk upplifir í ástarsambandi. Brot á trausti sem í sumum tilvikum er hægt að laga og öðrum ekki. 6. apríl 2021 09:37
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01