Leirvogsá er komin í gang Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2021 15:09 Leirvogsá er ein af þremur laxveiðiperlum höfuðborgarsvæðisins og nú eru þær góðu fréttir að berast að hún sé loksins komin í gang. Sú var tíðin að áinn opnaði ekki fyrr en 1. júlí því laxinn gekk oft á tíðum heldur seinna í hana heldur en Elliðaárnar þótt ekki skeikaði miklu sum árin. Nú er veiði hafin fyrir nokkrum dögum og loksins eftir nokkra daga bið eru fyrstu laxarnir komnir á land og það virðist sem nokkur ganga sé í ánna. Hrafn Hauksson og Jóhann F. Guðmundsson voru að veiðum þar eftir hádegií gær og gerðu greinilega góða veiði. Það var mikið af fiski í Brúarkvörninni auk þess sem þeir sáu fiska í Brúargrjótum, Móhyl og Neðri Skrauta. Þeir lönduðu 4 fiskum og misstu 3. Flestir tóku þeir hitsið og micro Frances cone. Sá stærsti hjá þeim var 82 cm! Stangveiði Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði
Sú var tíðin að áinn opnaði ekki fyrr en 1. júlí því laxinn gekk oft á tíðum heldur seinna í hana heldur en Elliðaárnar þótt ekki skeikaði miklu sum árin. Nú er veiði hafin fyrir nokkrum dögum og loksins eftir nokkra daga bið eru fyrstu laxarnir komnir á land og það virðist sem nokkur ganga sé í ánna. Hrafn Hauksson og Jóhann F. Guðmundsson voru að veiðum þar eftir hádegií gær og gerðu greinilega góða veiði. Það var mikið af fiski í Brúarkvörninni auk þess sem þeir sáu fiska í Brúargrjótum, Móhyl og Neðri Skrauta. Þeir lönduðu 4 fiskum og misstu 3. Flestir tóku þeir hitsið og micro Frances cone. Sá stærsti hjá þeim var 82 cm!
Stangveiði Mest lesið Lax að veiðast í Hítará þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði Selá er við hundrað laxa markið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði