Axla ábyrgð, hætta með þáttinn og biðja íbúa í Eyjum afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2021 14:14 Heiðar og Snæbjörn hafa haldið úti Eld og brennistein. Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason sem haldið hafa úti útvarpsþættinum Eldur og brennisteinn, fyrst á X-inu og síðar á Vísi, hafa ákveðið að láta staðar numið með þáttinn. Þeir segjast hafa farið yfir strikið í síðasta þætti sínum þar sem þeir fjölluðu um Þjóðhátíð og lásu meðal annars upp og lögðu út af umdeildri bloggfærslu frá árinu 2012. „Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu,“ voru ummæli sem vöktu athygli í gær. Ýmsir hafa fordæmt ummælin og má þar nefna Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og forvera hennar Elliða Vignisson. Þá skrifaði Sveinn Waage pistil á Vísi þar sem hann snerti á ummælunum. „Eftir að hafa rætt við fólk í Vestmannaeyjum, heyrt upplifun þeirra og farið yfir framgöngu okkar í þættinum langar okkur að ítreka afsökunarbeiðni okkar. Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar fyrir framgöngu okkar í þættinum. Við viljum biðja alla íbúa Vestamanneyja auðmjúklega afsökunar,“ segja Snæbjörn og Heiðar. Þeir hafa ákveðið að taka þáttinn af dagskrá. „Við höfum ákveðið að láta staðar numið með Eld og brennistein. Við erum einlæglega leiðir yfir þessu og vonsviknir með eigin framgöngu. Við vonum innilega að Vestmannaeyingar sjái að okkur þyki þetta í raunverulega leitt og að við viljum axla ábyrgð á þessum mistökum okkar.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Snæbjörn axlar ábyrgð á hegðun sinni. Það gerði hann sem varaþingmaður Pírata árið 2019 fyrir að hafa verið dónalegur við blaðakonu á Kaffibarnum, hegðun sem hann sagði ekki sæma kjörnum fulltrúa. Eldur og brennisteinn Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Fjölmiðlar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Þeir segjast hafa farið yfir strikið í síðasta þætti sínum þar sem þeir fjölluðu um Þjóðhátíð og lásu meðal annars upp og lögðu út af umdeildri bloggfærslu frá árinu 2012. „Það er eins og þetta sé einhver íþrótt innfæddra að nauðga konum sem koma frá meginlandinu,“ voru ummæli sem vöktu athygli í gær. Ýmsir hafa fordæmt ummælin og má þar nefna Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og forvera hennar Elliða Vignisson. Þá skrifaði Sveinn Waage pistil á Vísi þar sem hann snerti á ummælunum. „Eftir að hafa rætt við fólk í Vestmannaeyjum, heyrt upplifun þeirra og farið yfir framgöngu okkar í þættinum langar okkur að ítreka afsökunarbeiðni okkar. Við fórum gjörsamlega yfir strikið og við skömmumst okkar fyrir framgöngu okkar í þættinum. Við viljum biðja alla íbúa Vestamanneyja auðmjúklega afsökunar,“ segja Snæbjörn og Heiðar. Þeir hafa ákveðið að taka þáttinn af dagskrá. „Við höfum ákveðið að láta staðar numið með Eld og brennistein. Við erum einlæglega leiðir yfir þessu og vonsviknir með eigin framgöngu. Við vonum innilega að Vestmannaeyingar sjái að okkur þyki þetta í raunverulega leitt og að við viljum axla ábyrgð á þessum mistökum okkar.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Snæbjörn axlar ábyrgð á hegðun sinni. Það gerði hann sem varaþingmaður Pírata árið 2019 fyrir að hafa verið dónalegur við blaðakonu á Kaffibarnum, hegðun sem hann sagði ekki sæma kjörnum fulltrúa.
Eldur og brennisteinn Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Fjölmiðlar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira