Richard Donner er látinn Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2021 21:05 Richard Donner ásamt eiginkonu sinni Lauren Shuler Donner á ACE Eddie verðlaunahátíðinni árið 2020. Amanda Edwards/Getty Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety í dag en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Richard Donald Schwartzberg fæddist í Bronx í New York árið 1930. Hann tók upp eftirnafnið Donner þegar hann ætlaði sér að verða leikari. Fljótlega komst hann að því að því að leikur lægi ekki fyrir honum og gerðist hann því leikstjóri. Fyrstu skref Donners í leikstjórn voru í sjónvarpi en hann leikstýrði meðal annars þáttum af The Twilight Zone, The Man From U.N.C.L.E og Get Smart. Fyrsta kvikmynd Donners í fullri var X-15 sem skartaði Charles Bronson í aðalhlutverki. Kvikmyndin sem kom Donner á kortið var hryllingsmyndin The Omen frá 1976. Seinna átti Donner eftir að leikstýra stórmyndum á borð við The Goonies, Superman og Lethal Weapon. Donner framleiddi einnig fjöldan allan af kvikmyndum á ferli sínum en þar ber helst að nefna Free Willy þríleikinn, X-Men og X-Men Origins: Wolverine. Richard Donner skilur eftir sig eiginkonu sína Lauren Shuler Donner en þau giftu sig árið 1986. Hún er einnig kvikmyndaframleiðandi. Bandaríkin Hollywood Andlát Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety í dag en ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök. Richard Donald Schwartzberg fæddist í Bronx í New York árið 1930. Hann tók upp eftirnafnið Donner þegar hann ætlaði sér að verða leikari. Fljótlega komst hann að því að því að leikur lægi ekki fyrir honum og gerðist hann því leikstjóri. Fyrstu skref Donners í leikstjórn voru í sjónvarpi en hann leikstýrði meðal annars þáttum af The Twilight Zone, The Man From U.N.C.L.E og Get Smart. Fyrsta kvikmynd Donners í fullri var X-15 sem skartaði Charles Bronson í aðalhlutverki. Kvikmyndin sem kom Donner á kortið var hryllingsmyndin The Omen frá 1976. Seinna átti Donner eftir að leikstýra stórmyndum á borð við The Goonies, Superman og Lethal Weapon. Donner framleiddi einnig fjöldan allan af kvikmyndum á ferli sínum en þar ber helst að nefna Free Willy þríleikinn, X-Men og X-Men Origins: Wolverine. Richard Donner skilur eftir sig eiginkonu sína Lauren Shuler Donner en þau giftu sig árið 1986. Hún er einnig kvikmyndaframleiðandi.
Bandaríkin Hollywood Andlát Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira