Bjóst ekki við að ná þessu í dag eftir að hafa slitið krossband þrisvar Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 09:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk góðan stuðning úr stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn og vonast eftir enn fleira fólki í dag. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar sinn 80. A-landsleik á Laugardalsvelli í dag þegar Ísland leikur seinni vináttulandsleik sinn við Írland. Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira