Sumarblað Veiðimannsins komið út Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2021 10:47 Eftirvænting veiðimanna fyrir komandi veiðisumri vex nú með hverjum degi. Fyrstu löxunum hefur verið landað og Veiðimaðurinn er mættur á bakkann. Sumarblað Veiðimannsins sem hefur komið út í rúmlega 80 ár er fjölbreytt að vanda. Varpað er upp svipmynd af Elliðavatni þar sem veiðimenn geta orðið fullnuma í silungsveiðifræðunum, bara ef þeir velja réttu fluguna og kasta rétt! Veiðistaðalýsing af Flekkudalsá í Dölum er í blaðinu, sagt er frá nýrri ungmennadeild Stangaveiðisfélags Reykjavíkur og brugðið er upp svipmynd af nýjum stjórnarkonum SVFR en aldrei hafa fleiri konur setið í stjórn félagsins. Veiðimaðurinn lærir að veiða Varmá - Þorleifslæk betur en þar er hægt að veiða allt frá apríl og fram í október. Sjóbirting, urriða, bleikju og jafnvel lax. Galdralöppin er töfrandi silungsfluga og er saga hennar sögð. Fengsælar Sandárflugur eru einnig kynntar til leiks en veiðisumarið 2021 er fyrsta árið sem þessi dulmagnaða á er seld á almennum markaði. Þá veitir Klaus Frimor, stórveiðimaður og leiðsögumaður, góð ráð um hvernig hægt er að bæta köstin og ná betri árangri á bakkanum. Nú er rétti tíminn til að bæta kasttæknina og undirbúa næstu veiðiferð. Veiðimaðurinn er klár í slaginn en ýmislegt fleira er á borð borið í blaðinu. Veiðimaðurinn er nú í dreifingu til félagsmanna og áskrifenda en þeir sem geta ekki beðið ættu að skreppa í næstu veiðibúð, birgja sig upp fyrir sumarið og kippa með sér eintaki. Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Sumarblað Veiðimannsins sem hefur komið út í rúmlega 80 ár er fjölbreytt að vanda. Varpað er upp svipmynd af Elliðavatni þar sem veiðimenn geta orðið fullnuma í silungsveiðifræðunum, bara ef þeir velja réttu fluguna og kasta rétt! Veiðistaðalýsing af Flekkudalsá í Dölum er í blaðinu, sagt er frá nýrri ungmennadeild Stangaveiðisfélags Reykjavíkur og brugðið er upp svipmynd af nýjum stjórnarkonum SVFR en aldrei hafa fleiri konur setið í stjórn félagsins. Veiðimaðurinn lærir að veiða Varmá - Þorleifslæk betur en þar er hægt að veiða allt frá apríl og fram í október. Sjóbirting, urriða, bleikju og jafnvel lax. Galdralöppin er töfrandi silungsfluga og er saga hennar sögð. Fengsælar Sandárflugur eru einnig kynntar til leiks en veiðisumarið 2021 er fyrsta árið sem þessi dulmagnaða á er seld á almennum markaði. Þá veitir Klaus Frimor, stórveiðimaður og leiðsögumaður, góð ráð um hvernig hægt er að bæta köstin og ná betri árangri á bakkanum. Nú er rétti tíminn til að bæta kasttæknina og undirbúa næstu veiðiferð. Veiðimaðurinn er klár í slaginn en ýmislegt fleira er á borð borið í blaðinu. Veiðimaðurinn er nú í dreifingu til félagsmanna og áskrifenda en þeir sem geta ekki beðið ættu að skreppa í næstu veiðibúð, birgja sig upp fyrir sumarið og kippa með sér eintaki.
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði