Viðstaddir tóku því vel þegar kóngurinn vatt sér fram fyrir röðina Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2021 16:19 Bubbi er á því að saga Báru Beck um það þegar hann fór fram fyrir langa röð í apóteki sé sannleikanum samkvæm. Hann getur verið alveg hræðilega utan við sig. Bára Huld Beck blaðamaður á Kjarnanum birti örsögu á Twitter sem vakið hefur nokkra athygli en hún fjallar um það þegar Bubbi Morthens fór fram fyrir langa röð í apóteki. Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag. Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Bára kynnir þetta sem örsögu vikunnar, að kona hafi farið í apótek og hafi tekið númer. „Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.“ Bubbi enginn prins, hann er kóngur Ýmsir velta þessu fyrir sér og vilja meina að slík framkoma eigi nú einhvern veginn betur við þegar Bó eigi í hlut. Að hann hafi ætlað sér slíkt en verið vinsamlegast sagt að hætta þessari frekju og fara í röðina. Annar segist hafa orðið vitni að því þegar Bó vildi njóta sérréttinda í Bláa lóninu. „Röðin var útá bílastæði(tímabilið áður en þurfti að bóka). Hann var ekki kátur. Aðrir gestir voru það.“ Örsaga vikunnar: Kona fer í apótek. Tekur númer. Sjö að bíða. Bubbi labbar inn. Beint að afgreiðsluborðinu. Daman spyr: Ertu með númer? Svar: Nei. Biður um vöru. Fær hana. Labbar út. Hinir með númer standa og brosa.— Bára Huld Beck (@barahuldbeck) June 9, 2021 Guðrún Jóna leggur orð í belg, segist reyndar ekki eiga orð en nefnir að hún hafi beðið í röð ásamt sjálfum danska prinsinum. „Hann kom inn, tók númer. Beið. Það er auðvelt að ást og umhyggja allan daginn ef reglur samfélagsins ná bara ekki til þín - þú þarft ekki að bíða í röð eins og pöppúlinn.“ En Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, bendir á sem rétt er að Bubbi sé enginn prins. „Hann er kóngur.“ Löngu hættur á nikótíntyggjóinu Vísir bar þetta atvik sem lýst er undir Bubba og hann taldi ekki ólíklegt að nákvæmlega svona hafi þetta verið. „Gæti alveg verið. Ég á ADHD-degi. Ég get verið alveg svakalega utan við mig. Þetta rímar alveg við mig.“ En, hvað varstu að sækja í apótekið? Nikótíntyggjó, geri ég ráð fyrir? „Það er nú það? Nei, ég er löngu hættur því. En, já, ég held að þetta sé satt.“ Og ekki er hægt að áfellast Bubba fyrir að vera annars hugar. Hann er nú að undirbúa stórtónleika sem haldnir verða í Hörpu 16. júní. „Klikkað band,“ segir Bubbi. Og svo er að sjá á þessu myndbroti sem er frá æfingu nú fyrr í dag.
Heilbrigðismál Tónlist Bólusetningar Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira