Sony sýndi langt sýnishorn af ævintýrum Aloy Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 09:46 Aloy situr fyrir vélmennarisaeðlu nærri rústum San Francisco. Framleiðendur tveggja væntanlegra tölvuleikja sýndu í gær ítarleg sýnishorn af leikjum þeirra. Sony og Guerrilla Games sýndu í gær langt myndband af spilun leiksins Horizon Forbidden West og þá sýndi Techland sömuleiðis myndband af leiknum Dying Light 2. Næstu vikur munu fjölmörg fyrirtæki kynna væntanlega leiki sína í aðdraganda E3 sýningarinnar sem hefst þann 12. júní. Horizon Forbidden West er framhald leiksins Horizon Zero Dawn. Leikirnir fjalla um ævintýri hennar Aloy gegn vélmennum og vondum ribböldum. HZD kom fyrst út á PS4 árið 2014 en var endurútgefinn á PC í fyrra. Sjá einnig: Aloy er enn hörkukvendi Forbidden West kemur eingöngu út fyrir leikjatölvur PlayStation, bæði fjögur og fimm. Hér fyrir neðan má sjá kynningu Sony í gær. Dying Light 2: Stay Human hefur verið lengi í framleiðslu. Eins og nafnið gefur til kynna er um framhaldsleik að ræða en Dying Light kom fyrst út árið 2015 og var tekið vel af gagnrýnendum. Leikurinn fjallaði um baráttu gegn uppvakningum í borginni Harran en nú virðist sem að uppvakningarnir hafi svo gott sem gengið frá mannkyninu. Stay Human átti fyrst að koma út í fyrra en útgáfu hans var nýverið frestað um óákveðin tíma. Leikjavísir Sony Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Næstu vikur munu fjölmörg fyrirtæki kynna væntanlega leiki sína í aðdraganda E3 sýningarinnar sem hefst þann 12. júní. Horizon Forbidden West er framhald leiksins Horizon Zero Dawn. Leikirnir fjalla um ævintýri hennar Aloy gegn vélmennum og vondum ribböldum. HZD kom fyrst út á PS4 árið 2014 en var endurútgefinn á PC í fyrra. Sjá einnig: Aloy er enn hörkukvendi Forbidden West kemur eingöngu út fyrir leikjatölvur PlayStation, bæði fjögur og fimm. Hér fyrir neðan má sjá kynningu Sony í gær. Dying Light 2: Stay Human hefur verið lengi í framleiðslu. Eins og nafnið gefur til kynna er um framhaldsleik að ræða en Dying Light kom fyrst út árið 2015 og var tekið vel af gagnrýnendum. Leikurinn fjallaði um baráttu gegn uppvakningum í borginni Harran en nú virðist sem að uppvakningarnir hafi svo gott sem gengið frá mannkyninu. Stay Human átti fyrst að koma út í fyrra en útgáfu hans var nýverið frestað um óákveðin tíma.
Leikjavísir Sony Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira