Eurovisionvaktin: Sögulegt kvöld hjá Íslandi hvernig sem fer Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2021 17:01 Ísland er númer tólf í röðinni í Ahoy-höllinni í kvöld. Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Daði og Gagnamagnið eru tólfta atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó er frábær eins og þjóðin sá á fimmtudagskvöldið. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Það gekk í það minnsta vel þegar Ísland komst áfram úr seinni undakeppninni fyrir tveimur dögum. Stefán Árni Pálsson stendur vaktina fyrir Vísi og lýsir keppninni frá a-ö, í sérstakri Eurovision-vakt sem finna má neðar í fréttinni. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og í kvöld keppa 26 þjóðir um Eurovision-titilinn. Þá fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis, Halla Ingvarsdóttir með atriðum kvöldsins. Halla hefur fylgst vel með keppninni í ár sem blaðamaður FÁSES. Hún mun gefa hverju atriði stigagjöf eins og þekkist í Eurovision og munu dómar hennar um hvert atriði birtast í vaktinni. Halla er Eurovision-sérfræðingur Vísis í ár en hún er einnig blaðamaður á FÁSES.Mynd/Gísli Berg Valin tíst með myllumerkinu #12stig munu rata í vaktina hér að neðan. Áfram Ísland!!!!!!! Uppfært klukkan 22:52: Ítalía vann Eurovision í ár. Ísland hafnar í 4.sæti keppninnar sem er stórkostlegur árangur. Eurovision-keppnin verður haldin á Ítalíu eftir ár. Frábær staður.
Eurovision Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira