Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 10:33 Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár sem birtar voru í gær. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan hækkaði um 3,3% milli febrúar og mars en greint var frá því á dögunum að mistök hafi verið gerð við birtingu vísitölunnar í apríl þegar Þjóðskrá gaf út að hún hafi hækkað um 1,6% eða mun minna en raunin var. Er raunveruleg hækkun milli mánaða sú mesta sem mælst hefur frá því í maí 2007. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vanmetið hækkun á sérbýli Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur og færu í 1%. Fram kom í yfirlýsingu nefndarinnar að miklar hækkanir húsnæðisverðs hafi meðal annarra þátta ýtt undir verðbólguþrýsting en ársverðbólga hefur ekki mælst hærri í átta ár. Sérbýli hækkaði um 4,9% milli mánaða í mars og fjölbýli um 2,8%. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að útlit sé fyrir að hækkun á sérbýli hafi verið verulega vanmetin hjá Þjóðskrá. Áður bentu gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að spenna væri mest á markaði fyrir sérbýli þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir voru að seljast þar yfir ásettu verði. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um 10,5% milli ára í ár. „Miðað við hækkunartaktinn undanfarna tvo mánuði kann sú spá að virðast í lægri kantinum en hún gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni beita stýritækjum sínum til að reyna að slá á þá spennu sem nú virðist ríkja á fasteignamarkaðnum,“ segir í Hagsjá bankans. Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár sem birtar voru í gær. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Vísitalan hækkaði um 3,3% milli febrúar og mars en greint var frá því á dögunum að mistök hafi verið gerð við birtingu vísitölunnar í apríl þegar Þjóðskrá gaf út að hún hafi hækkað um 1,6% eða mun minna en raunin var. Er raunveruleg hækkun milli mánaða sú mesta sem mælst hefur frá því í maí 2007. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vanmetið hækkun á sérbýli Mikil spenna hefur verið á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu síðasta árið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur og færu í 1%. Fram kom í yfirlýsingu nefndarinnar að miklar hækkanir húsnæðisverðs hafi meðal annarra þátta ýtt undir verðbólguþrýsting en ársverðbólga hefur ekki mælst hærri í átta ár. Sérbýli hækkaði um 4,9% milli mánaða í mars og fjölbýli um 2,8%. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að útlit sé fyrir að hækkun á sérbýli hafi verið verulega vanmetin hjá Þjóðskrá. Áður bentu gögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til þess að spenna væri mest á markaði fyrir sérbýli þar sem hlutfallslega fleiri íbúðir voru að seljast þar yfir ásettu verði. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans er gert ráð fyrir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um 10,5% milli ára í ár. „Miðað við hækkunartaktinn undanfarna tvo mánuði kann sú spá að virðast í lægri kantinum en hún gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni beita stýritækjum sínum til að reyna að slá á þá spennu sem nú virðist ríkja á fasteignamarkaðnum,“ segir í Hagsjá bankans.
Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34 Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Mistök Þjóðskrár hafa ekki áhrif á vísitölu neysluverðs Leiðrétting Þjóðskrár á vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni en greint var frá því í gær að Þjóðskrá hafi gert mistök við birtingu talnanna þann 20. apríl. 18. maí 2021 11:34
Litlar líkur á íbúðaskorti en óvíst hvort byggt sé í takt við eftirspurn Litlar líkur eru á því að skortur verði á íbúðum miðað við það magn sem er nú í byggingu og þann fjölda íbúða sem þarf til að mæta þörf. 29. apríl 2021 12:47
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. 29. apríl 2021 11:59