Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2021 17:31 Litháar, Svíar, Norðmenn, Kýpverjar og Maltverjar eru á meðal þeirra sem eiga fulltrúa í fyrri undanúrslitunum í Ahoy-höllinni í kvöld. Fulltrúar áðurnefndra landa sjást hér á mynd - sumir sigurstranglegri en aðrir. En við spyrjum að sjálfsögðu að leikslokum. Getty/Hjalti Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Litháen, Slóvenía, Rússland, Svíþjóð, Ástralía, Norður-Makedónía, Írland, Kýpur, Noregur, Króatía, Belgía, Ísrael, Rúmenía, Aserbaídsjan, Úkraína og Malta. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sextán landa í eftirfarandi röð: Litháen, Slóvenía, Rússland, Svíþjóð, Ástralía, Norður-Makedónía, Írland, Kýpur, Noregur, Króatía, Belgía, Ísrael, Rúmenía, Aserbaídsjan, Úkraína og Malta. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Beina útsendingu EBU frá undankvöldinu má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Og í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira