Frábær veiði í Tungufljóti Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2021 08:49 Sjóbirtingsveiðin hefur verið ágæt á þessu tímabili en á þessum árstíma er oft að róast á sjóbirtingsslóðum en það var ekki þannig hjá síðasta holli í Tungufljóti í Skaftártungu. Björn Hlynur Pétursson fór ásamt félögum sínum í Tungufljótið og þeir voru að klára veiðar þar í gær. það verður að segjast að flesta veiðimenn dreymir um að lenda í þeirri veislu sem þeir félagar lentu í en alls lönduðu þeir 38 sjóbirtingum í öllum stærðum. Björn sendi okkur smá pistil um ferðina: "Hvað á maður að segja , Við félagarnir lögðum af stað 15 maí kl 08 á leið í Tungufljót í Skaftártungu , þegar við komum var tilhlökkunin mikil og veður aðstæður góðar. Við byrjum veiðar þann dag kl 15, skiptum okkur niður og byrjuðum á syðri hólma og unnum og niður að flugubökkum. Það voru að veiðast fiskar bæði í syðri hólma og á Flögubökkum. Mikil gleði átti sér stað um kvöldið þar sem veiðiveislan byrjaði af krafti en þá veiddust tólf fiskar þann fyrsta dag og var sá stærsti 92 cm spikfeitur sjóbbi . Dagur tvö byrjaði nú heldur betur vel, það var bara kastað úti og streamerinn tekinn strax, svoleiðis gekk dagurinn nánast alveg fyrir sig allir sjóbbarnir yfir 60+. Næsta dag eftir morgun vaktina þá enduðum við á þessum hálfa heila hálfa í 38 birtingum og margir af þessum birtingum voru yfir 80 cm. Mest allir birtingarnir voru teknir á svarta streamera sem Jungleinthetrout ( maros hnýtti sá streamer heitir Black Death ) svo voru þeir að taka Black Ghost og Svarta Gullið sem Björn Hlynur hnýtti. Veiðihúsið hjá Fishpartner fær fullt hús stiga - , takk fyrir okkur". Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði
Björn Hlynur Pétursson fór ásamt félögum sínum í Tungufljótið og þeir voru að klára veiðar þar í gær. það verður að segjast að flesta veiðimenn dreymir um að lenda í þeirri veislu sem þeir félagar lentu í en alls lönduðu þeir 38 sjóbirtingum í öllum stærðum. Björn sendi okkur smá pistil um ferðina: "Hvað á maður að segja , Við félagarnir lögðum af stað 15 maí kl 08 á leið í Tungufljót í Skaftártungu , þegar við komum var tilhlökkunin mikil og veður aðstæður góðar. Við byrjum veiðar þann dag kl 15, skiptum okkur niður og byrjuðum á syðri hólma og unnum og niður að flugubökkum. Það voru að veiðast fiskar bæði í syðri hólma og á Flögubökkum. Mikil gleði átti sér stað um kvöldið þar sem veiðiveislan byrjaði af krafti en þá veiddust tólf fiskar þann fyrsta dag og var sá stærsti 92 cm spikfeitur sjóbbi . Dagur tvö byrjaði nú heldur betur vel, það var bara kastað úti og streamerinn tekinn strax, svoleiðis gekk dagurinn nánast alveg fyrir sig allir sjóbbarnir yfir 60+. Næsta dag eftir morgun vaktina þá enduðum við á þessum hálfa heila hálfa í 38 birtingum og margir af þessum birtingum voru yfir 80 cm. Mest allir birtingarnir voru teknir á svarta streamera sem Jungleinthetrout ( maros hnýtti sá streamer heitir Black Death ) svo voru þeir að taka Black Ghost og Svarta Gullið sem Björn Hlynur hnýtti. Veiðihúsið hjá Fishpartner fær fullt hús stiga - , takk fyrir okkur".
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Sjóbleikjan ekki mætt fyrir norðan Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði