Tuchel þurfti að ljúga að Aubameyang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:30 Thomas Tuchel og Pierre-Emerick Aubameyang frá tíma þeirra saman hjá Dortmund. EPA/Christian Charisius Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði frá sérstökum samskiptum sínum við núverandi fyrirliða Arsenal þegar þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund. Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Cunha eða Mbeumo? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira