Leita að nýrnagjafa fyrir Katrínu Emmu sem er á lokastigi nýrnabilunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2021 13:00 Katrín Emma fæddist aðeins með eitt nýra og þarf nú á gjafanýra að halda. Ester Frímannsdóttir „Katrín Emma fæddist með aðeins eitt nýra sem hefur um það bil tíu prósent starfsemi og er því með lokastigs nýrnabilun,“ segir Ester Frímannsdóttir. Þar sem ekki hefur fundist nýrnagjafi fyrir dóttur hennar treystir Ester nú á mátt samfélagsmiðla í von um að gjafi finnist. „Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
„Nú hefur hún brotið tíu kílóa múrinn sem miðað er við að börn þurfi að ná til að fara í nýrnarígræðslu. Ekki hefur fundist gjafi sem passar í okkar nánasta umhverfi.“ Í samtali við fréttastofu segir Ester að nokkrir hafi sent sér skilaboð til þess að spyrjast nánar út í ferlið. Hún segir að sjúkdómurinn skerði lífsgæði Katrínar Emmu í dag. „Hún glímir við járnskort, hækkaðan blóðþrýsting, listarleysi og fleira sem algengt er að fylgi nýrnabilun. Hún hefur ekki enn þurft að fara í kvið- eða blóðskilun og er vonin að hún sleppi við það ef við náum að finna gjafa fyrir hana í tæka tíð.“ Katrín Emma hefur náð tíu kílóa þyngdarmörkunum sem eru fyrir nýrnaskipti.Mynd úr einkasafni Það geta þó ekki allir komið til greina sem nýrnagjafar. „Katrín Emma er í blóðflokki A+. Gjafinn þarf að uppfylla ýmis skilyrði um heilsufar og er mikilvægt er að hann sé andlega, líkamlega og félagslega tilbúin til þess að gefa nýra.“ Að auki þarf nýrnagjafi Emmu að ferðast til Svíþjóðar vegna aðgerðarinnar. Ester segist þakklát fyrir það hversu margir hafa deilt færslunni til að hjálpa til við leitina. „Þar sem nýrnaígræðslan verður aðeins flóknari hjá Katrínu Emmu en gengur og gerist þá mun aðgerðin vera gerð í Svíþjóð, öllum líkindum í Stokkhólmi og þarf því gjafinn að vera tilbúinn í að fara þangað þegar að því kemur. Ferðin verður greidd af sjúkratryggingum.“ Nýrun eru staðsett aftan kviðarhols sitt hvoru megin við hrygginn í hæð við neðstu rifbeinin. Þau mynda þvag sem rennur eftir þvagleiðara niður í þvagblöðru. Í þvaginu eru ýmis efni sem líkaminn þarf að losa sig við eins og úrgangsefni frá efnaskiptum, sölt og vatn. Nýrun framleiða einnig ýmis hormón. Einstaklingur með tvö heilbrigð nýru hefur það mikla varastarfsemi að hann má við því að missa annað nýrað. Frekari upplýsingar um nýrnagjöf má finna á vef Landspítalans. „Ef þú er tilbúin til að gerast nýrnagjafi getur þú haft samband við Ígræðsludeild Landspítalans í síma 543-2200.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira