Í beinni frá Laugardalshöllinni Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2021 06:30 Kynningarmynd um mótin sem haldin verða hér á landi í maí. Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. MSI er eitt stærsta mót ársins í League of Legends, og eins og áður segir verður það haldið í Laugardalshöll í ár. Sigurvegarar tólf stærstu deilda heims fá boð um að taka þátt, en GAM Esports frá Víetnam gátu ekki tekið þátt vegna strangra sóttvarnarreglna þar í landi. John Needham, yfirmaður rafíþrótta hjá Riot Games sem framleiðir League of Legends, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann var meðal annars spurður af hverju Ísland hefði verið valið til að halda mótið í ár. „Við gerðum stórt áhættumat varðandi kórónaveirufaraldurinn og skoðuðum borgir út um allan heim. Eftir það stóðu vel á annan tug borga sem komu til greina.“ „Reykjavík var valin eftir miklar vangaveltur þar sem við einblíndum á kórónaveriufaraldurinn, ferðalög og fleira. Ísland var það land sem stóð sig lang best varðandi kórónaveirufaraldurinn af þeim löndum sem komu til greina.“ Stöð 2 eSport mun eins og áður segir vera í beinni frá öllum keppnisdögunum en mótið hefst í dag og stendur yfir til 22. maí. Rafíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport
MSI er eitt stærsta mót ársins í League of Legends, og eins og áður segir verður það haldið í Laugardalshöll í ár. Sigurvegarar tólf stærstu deilda heims fá boð um að taka þátt, en GAM Esports frá Víetnam gátu ekki tekið þátt vegna strangra sóttvarnarreglna þar í landi. John Needham, yfirmaður rafíþrótta hjá Riot Games sem framleiðir League of Legends, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann var meðal annars spurður af hverju Ísland hefði verið valið til að halda mótið í ár. „Við gerðum stórt áhættumat varðandi kórónaveirufaraldurinn og skoðuðum borgir út um allan heim. Eftir það stóðu vel á annan tug borga sem komu til greina.“ „Reykjavík var valin eftir miklar vangaveltur þar sem við einblíndum á kórónaveriufaraldurinn, ferðalög og fleira. Ísland var það land sem stóð sig lang best varðandi kórónaveirufaraldurinn af þeim löndum sem komu til greina.“ Stöð 2 eSport mun eins og áður segir vera í beinni frá öllum keppnisdögunum en mótið hefst í dag og stendur yfir til 22. maí.
Rafíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport