Þrjár goðsagnir Arsenal með Svíanum í kauptilrauninni Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2021 11:00 Stuðningsmenn Arsenal efndu til mótmæla fyrir utan Emirates-leikvanginn á föstudagskvöld, þegar Arsenal tapaði þar fyrir Everton. Dúkka sem líktist Stan Kroenke eiganda félagsins mátti þola hengingu. Getty/Charlotte Wilson Daniel Ek, hinn sænski eigandi Spotify, hefur fengið þrjár af þekktustu stjörnunum úr „hinu ósigrandi“ liði Arsenal til að taka þátt í kaupum á félaginu. Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry. Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Ljóst er að margir stuðningsmanna Arsenal vilja losna við núverandi eiganda, Bandaríkjamanninn Stan Kroenke. Arsenal er aðeins í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur beðið í 16 ár eftir Englandsmeistaratitli, og ekki bætti úr skák þegar Kroenke ákvað að Arsenal yrði með í ofurdeildinni skammlífu. Hundruð stuðningsmanna Arsenal söfnuðust saman fyrir utan Emirates-leikvanginn í Lundúnum á föstudagskvöld til að mótmæla Kroenke og meðal annars mátti sjá Kroenke-brúðu hengda. Sama kvöld lýsti auðkýfingurinn Ek yfir áhuga á að kaupa Arsenal. Daily Telegraph greinir svo frá því í dag að Ek hafi fengið Dennis Bergkamp, Thierry Henry og Patrick Vieira með sér í lið. Það ætti að auka áhuga stuðningsmanna Arsenal enn frekar á því að salan gangi í gegn. Þríeykið gæti svo fengið starf hjá félaginu í kjölfarið. BREAKING NEWS: Three Arsenal legends 'join Spotify owner Daniel Ek in new bid to buy the club' https://t.co/Ienba9sJfO pic.twitter.com/JwesqXdh4l— MailOnline Sport (@MailSport) April 26, 2021 Henry, Vieira og Bergkamp voru allir í sigursælu liði Arsenal snemma á þessari öld, sem meðal annars varð Englandsmeistari 2004 án þess að tapa einum einasta leik. Síðan þá hefur Arsenal hins vegar ekki unnið Englandsmeistaratitil. Henry tjáði sig um sitt gamla félag og stjórnunarhætti Kroenke og félaga: „Þeir hafa verið að reka félagið eins og fyrirtæki, ekki knattspyrnufélag, og þarna sýndu þeir á spilin,“ sagði Henry við Telegraph. „Þetta félag tilheyrir stuðningsmönnunum. Ég elska félagið og mun styðja það þar til að ég dey, en ég þekki ekki félagið eins og það er núna. Ég botna ekkert í því sem er í gangi núna, að félagið sé að reyna að komast í deild sem yrði lokuð,“ sagði Henry.
Enski boltinn Tengdar fréttir Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00 Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjá meira
Eigandi Spotify til í að skoða kaup á Arsenal Eigandi og stofnandi tónlistarveitunnar Spotify er tilbúinn í að fjárfesta í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. 24. apríl 2021 07:00
Hörð mótmæli fyrir utan Emirates-völlinn í kvöld Þó frammistaða Arsenal í 0-1 tapinu gegn Everton í kvöld hafi ekki verið upp á marga fiska voru leikmenn og forráðamenn félagsins eflaust sáttir með að reitt stuðningsfólk liðsins fékk ekki að vera í stúkunni. 23. apríl 2021 23:01
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn