Sendifulltrúi Rauða krossins til starfa í Líbanon Heimsljós 16. apríl 2021 11:01 Hlér Guðjónsson sendifulltrúi Rauði krossinn Fulltrúi frá Íslandi heldur til Beirút til starfa fyrir Rauða krossinn. Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon. Hann heldur utan eftir þrjár vikur og starfar í Beirút næstu þrjá mánuði. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans sinnir óháðu eftirliti með bólusetningu gegn COVID-19 í samstarfi við Alþjóðabankann. Utanríkisráðuneytið fjármagnar stöðu Hlés að hluta í gegnum rammasamning ráðuneytisins við Rauða krossinn. Stjórnvöld í Líbanon, með stuðningi Alþjóðabankans, hafa það að markmiði að 80 prósent íbúa landsins verði bólusett fyrir árslok 2022, án tillits til stéttar eða stöðu. Eftirlit Rauða krossins er mikilvægur þáttur í þeim áætlunum en eftirlitið tekur meðal annars til birgða, flutnings og geymslu bóluefnis auk forgangsröðunar og skrásetningar á endurgjöf bólusettra. Rauði krossinn „Það er heilmikið verkefni framundan í baráttunni við COVID-19,“ segir Hlér Guðjónsson sem býr yfir mikilli reynslu sem sendifulltrúi og hefur komið víða við í störfum sínum. Nú síðast starfaði Hlér í Dóminíska lýðveldinu í kjölfar fellibyljanna Maríu og Irmu en áður hefur hann meðal annars sinnt starfi upplýsingafulltrúa á vegum Alþjóða Rauða krossins í Kína og verkefnum sendifulltrúa í Síerra Leóne, Palestínu, Sómalíu og víðar. „Við hjá Rauða krossinum leggjum sannarlega okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við COVID-19, ekki aðeins á Íslandi heldur í gegnum alþjóðlegt net Rauða krossins á heimsvísu og ekki síst með áherslu á fátækustu löndin. Ef ekki næst að uppræta COVID-19 á heimsvísu er óvíst hvort við losnum við veiruna sem getur því miður kannski haldið áfram að stökkbreytast og herja á mannkynið allt. Þess vegna skiptir alþjóðleg samstaða máli. Það vitum við hjá Rauða krossinum og leggjum því okkar af mörkum þvert á landamæri til að styðja við fyrirætlanir sóttvarnaryfirvalda á hverjum stað með dyggum stuðningi almennings og íslenskra stjórnvalda,“ segir Hlér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbanon Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent
Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon. Hann heldur utan eftir þrjár vikur og starfar í Beirút næstu þrjá mánuði. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans sinnir óháðu eftirliti með bólusetningu gegn COVID-19 í samstarfi við Alþjóðabankann. Utanríkisráðuneytið fjármagnar stöðu Hlés að hluta í gegnum rammasamning ráðuneytisins við Rauða krossinn. Stjórnvöld í Líbanon, með stuðningi Alþjóðabankans, hafa það að markmiði að 80 prósent íbúa landsins verði bólusett fyrir árslok 2022, án tillits til stéttar eða stöðu. Eftirlit Rauða krossins er mikilvægur þáttur í þeim áætlunum en eftirlitið tekur meðal annars til birgða, flutnings og geymslu bóluefnis auk forgangsröðunar og skrásetningar á endurgjöf bólusettra. Rauði krossinn „Það er heilmikið verkefni framundan í baráttunni við COVID-19,“ segir Hlér Guðjónsson sem býr yfir mikilli reynslu sem sendifulltrúi og hefur komið víða við í störfum sínum. Nú síðast starfaði Hlér í Dóminíska lýðveldinu í kjölfar fellibyljanna Maríu og Irmu en áður hefur hann meðal annars sinnt starfi upplýsingafulltrúa á vegum Alþjóða Rauða krossins í Kína og verkefnum sendifulltrúa í Síerra Leóne, Palestínu, Sómalíu og víðar. „Við hjá Rauða krossinum leggjum sannarlega okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við COVID-19, ekki aðeins á Íslandi heldur í gegnum alþjóðlegt net Rauða krossins á heimsvísu og ekki síst með áherslu á fátækustu löndin. Ef ekki næst að uppræta COVID-19 á heimsvísu er óvíst hvort við losnum við veiruna sem getur því miður kannski haldið áfram að stökkbreytast og herja á mannkynið allt. Þess vegna skiptir alþjóðleg samstaða máli. Það vitum við hjá Rauða krossinum og leggjum því okkar af mörkum þvert á landamæri til að styðja við fyrirætlanir sóttvarnaryfirvalda á hverjum stað með dyggum stuðningi almennings og íslenskra stjórnvalda,“ segir Hlér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbanon Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent