Covid setti strik í reikninginn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 13:30 Nýtt myndband frá Blóðmör frumsýnt á Vísi í dag. Brennivín er fyrst lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar Blóðmör sem ber nafnið Í Skjóli Syndanna. Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag. Tónlist Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag.
Tónlist Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira