„Ég hef alltaf trúað honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Ebba Guðný sat réttarhöldin yfir Oscari Pistorius á sínum tíma enda góður vinur fjölskyldunnar. vísir/vilhelm Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. Í kjölfarið kynntist fjölskyldan manni sem fæddist með sama galla og heitir hann Oscar Pistorius og er heimþekktur spretthlaupari. Hann er aftur á móti í dag hvað þekktastur fyrir það að sitja í fangelsi í Suður-Afríku fyrir morð. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, á Valentínusardeginum árið 2013. Pistorius skaut Steenkamp fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra í Pretoriu. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana en sagðist hafa talið að hún væri innbrotsþjófur. Ebba Guðný var á þeim tíma orðin góð vinkona Pistorius og sat hún nánast öll réttarhöldin yfir honum á sínum tíma. Ebba segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir fjölskylduna að sjá hvernig Oscar Pistorius lifði lífinu með sinni fötlun. „Við höfum heimsótt hann í fangelsi á hverju ári. Það var mikið áfall fyrir okkur sem fjölskyldu að fá þessar fréttir á sínum tíma,“ segir Ebba og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ebba Guðný Guðmundsdóttir „Ég vissi að þetta gæti ekki verið svona. Við þekkjum Suður-Afríku vel enda bjuggum við þar 2010-11. Maður þarf að vara sig en að vera viðstödd svona réttarhöld var súrealískt og átakanlegt. Þetta er bara svo hræðilegt og það er aldrei hægt að fyrirgefa sér að gera svona mistök. Þetta var líka svo hræðilegt því að við vissum meira en aðrir því við þekkjum fjölskylduna svo vel. Það voru t.d. fyrirsagnir í blöðum að hann hafi barið hana í höfuðið og mölbrotið höfuðkúpuna hennar með svona krikketkylfu sem er bara bull, og það var mynd af blóði og kylfu. Þetta er aldrei leiðrétt og það var endalaust svona, að það hefðu fundist sterar og bara nefndu það,“ segir Ebba sem segir að Oscar hafi verið málaður mjög illa upp í fjölmiðlum. „Ég átti ekki bágt samt, hann átti bágt og foreldrar hennar Reevu, en sem vinur var þetta erfitt. Okkur fannst öllum erfitt að vita til þess að það væri verið að keyra hann í fangelsi og þú stendur höllum fæti þar með gervifætur. Þetta tók alveg á og ég man að ég var alveg vör við kvíða og svona.“ Kvíðinn eftir frægðina Oscar Pistorius hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég hef alltaf trúað honum, algjörlega. Ég hef komið í þetta hús og þekki það vel. Í fyrsta lagi er rosalega dimmt þarna og ekki svona ljósastaurar út um allt eins og hér. Það er mikil hræðsla í Suður-Afríku af því að þegar innbrotsþjófar mæta eru þeir komnir til að misþyrma og drepa. Lífið er svo lítils virði og það er svo mikill munur á ríkum og fátækum og það er aðalmálið. Þarna eru flísar á gólfinu og hann er að lofta um fæturna úti. Ég þekki það mjög vel enda þarf Hafliði að gera það reglulega og ég hjálpa honum með það. Hún læðist á klósettið, það er allt dimmt og hann heyrir ekkert í henni. Svo heyrir hann þrusk inni á klósetti og hann var svolítið kvíðinn eftir að hafa orðið frægur svolítið hratt og mjög ungur og ekki með foreldra. Mamma hans deyr þegar hann er fjórtán ára og pabbi hans ekki til staðar.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ebba um sjónvarpsmennskuna, þátttöku hennar í Allir geta dansað, hvernig lífið breyttist þegar Hafliði kom í heiminn, leiklistina og áhuga hennar á því að leika meira og margt fleira. Einkalífið Oscar Pistorius Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. Í kjölfarið kynntist fjölskyldan manni sem fæddist með sama galla og heitir hann Oscar Pistorius og er heimþekktur spretthlaupari. Hann er aftur á móti í dag hvað þekktastur fyrir það að sitja í fangelsi í Suður-Afríku fyrir morð. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, á Valentínusardeginum árið 2013. Pistorius skaut Steenkamp fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra í Pretoriu. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana en sagðist hafa talið að hún væri innbrotsþjófur. Ebba Guðný var á þeim tíma orðin góð vinkona Pistorius og sat hún nánast öll réttarhöldin yfir honum á sínum tíma. Ebba segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir fjölskylduna að sjá hvernig Oscar Pistorius lifði lífinu með sinni fötlun. „Við höfum heimsótt hann í fangelsi á hverju ári. Það var mikið áfall fyrir okkur sem fjölskyldu að fá þessar fréttir á sínum tíma,“ segir Ebba og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ebba Guðný Guðmundsdóttir „Ég vissi að þetta gæti ekki verið svona. Við þekkjum Suður-Afríku vel enda bjuggum við þar 2010-11. Maður þarf að vara sig en að vera viðstödd svona réttarhöld var súrealískt og átakanlegt. Þetta er bara svo hræðilegt og það er aldrei hægt að fyrirgefa sér að gera svona mistök. Þetta var líka svo hræðilegt því að við vissum meira en aðrir því við þekkjum fjölskylduna svo vel. Það voru t.d. fyrirsagnir í blöðum að hann hafi barið hana í höfuðið og mölbrotið höfuðkúpuna hennar með svona krikketkylfu sem er bara bull, og það var mynd af blóði og kylfu. Þetta er aldrei leiðrétt og það var endalaust svona, að það hefðu fundist sterar og bara nefndu það,“ segir Ebba sem segir að Oscar hafi verið málaður mjög illa upp í fjölmiðlum. „Ég átti ekki bágt samt, hann átti bágt og foreldrar hennar Reevu, en sem vinur var þetta erfitt. Okkur fannst öllum erfitt að vita til þess að það væri verið að keyra hann í fangelsi og þú stendur höllum fæti þar með gervifætur. Þetta tók alveg á og ég man að ég var alveg vör við kvíða og svona.“ Kvíðinn eftir frægðina Oscar Pistorius hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég hef alltaf trúað honum, algjörlega. Ég hef komið í þetta hús og þekki það vel. Í fyrsta lagi er rosalega dimmt þarna og ekki svona ljósastaurar út um allt eins og hér. Það er mikil hræðsla í Suður-Afríku af því að þegar innbrotsþjófar mæta eru þeir komnir til að misþyrma og drepa. Lífið er svo lítils virði og það er svo mikill munur á ríkum og fátækum og það er aðalmálið. Þarna eru flísar á gólfinu og hann er að lofta um fæturna úti. Ég þekki það mjög vel enda þarf Hafliði að gera það reglulega og ég hjálpa honum með það. Hún læðist á klósettið, það er allt dimmt og hann heyrir ekkert í henni. Svo heyrir hann þrusk inni á klósetti og hann var svolítið kvíðinn eftir að hafa orðið frægur svolítið hratt og mjög ungur og ekki með foreldra. Mamma hans deyr þegar hann er fjórtán ára og pabbi hans ekki til staðar.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ebba um sjónvarpsmennskuna, þátttöku hennar í Allir geta dansað, hvernig lífið breyttist þegar Hafliði kom í heiminn, leiklistina og áhuga hennar á því að leika meira og margt fleira.
Einkalífið Oscar Pistorius Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“