Lét sér hvergi bregða þó hann lenti í beinni útsendingu frá gosstað Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2021 12:52 Útsendingar frá gosstað hafa verið vinsælar en óvænt fengu áhorfendur innsýn í útsendingarstúdíó Ríkissjónvarpsins, þar sem Helgi var að undirbúa vðital í Silfrið, fjarfundagest. skáskot Helgi Jóhannesson tæknimaður hjá Ríkissjónvarpinu lét atvikið, það að hann skyldi óvænt vera kominn á skjáinn þar sem sýnt var frá gosstað í beinni, ekki raska ró sinni en segir hugsanlegt að þetta gæti leitt til breytinga í vinnunni. „Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“ Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Sjá meira
„Kannski, ef einhver sér þarna mikinn talent, og þeim fer að rigna inn tilboðum að maður fari að endurskoða stöðu sína gagnvart myndavélinni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi lenti óvænt í beinni útsendingu í gærmorgun, eða þar sem venjulega er sýnt frá gosstöðvunum í Meradölum á Reykjanesi. En það var mbl.is sem fyrst vakti athygli á þessu óhappi. Er ég þar? Þeir sem voru að fylgjast með gangi mála þar fengu óvænt upp mynd af Helga þar sem hann situr í útsendingastúdíói Ríkisútvarpsins og er að fara yfir málin. Eftir drykklanga stund hringir síminn sem Helgi svarar og eftir að hafa hlustað segir hann: „Er ég þar? Eldgos í beinni?“ Helgi lætur sér hvergi bregða, viðbrögðin eru fumlaus, hann hringir annað og segir við þann sem þar er fyrir svörum: „Þú ert búinn að setja mig í eitthvað drasl á vefnum.“ Helgi lýsir því fyrir blaðamanni Vísis að þegar þetta var hafi hann verið að undirbúa Silfrið, nánar viðtal við fjarfundagest. Og líklega sé verið að nota sömu tækin í of mikið. Þetta séu eðlileg mistök sem geta átt sér stað þegar mikið er í gangi. „Þá er svo sem ágætt að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur leikið út. Sem betur fer fékk ég fljótlega símtal frá kollega sem spottaði þetta á undan öllum öðrum.“ Hefur hingað til ekki haft metnað í þá átt að vera á skjánum Helgi segir gott að þetta hafi lent á sér fremur en einhverjum óviðbúnum gesti, að það hafi verið að prófa þetta á sér en ekki einhverjum viðmælanda út í bæ. „Heppilegt að klúðrið bitnaði á mér í einhverju testi frekar en einhverjum saklausum viðmælanda; ef maður hefði hringt beint í hann. Ég prófaði þetta á mér eins og ég geri alltaf.“ Helgi segir að það sé álag á fjölmiðlafólki á öllum miðlum nú um stundir og viðbúið að eitthvað slíkt hendi. Hann segir þetta part af vinnunni. Hann sé vissulega vanari því að vera bak við myndavélina. „En maður þarf alltaf að vera sér meðvitaður um að hitt og þetta getur lekið út hingað og þangað og almennt reynir maður að hegða sér fagmannlega í vinnunni. Neinei, þetta er ekkert hættulegt, en vissulega er þetta ekki minn aðalstarfi að vera fyrir framan myndavélina. Ég hef ekki haft neinar sérstakar ambisjónir í þá átt – hingað til.“
Fjölmiðlar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Sjá meira