Bíða svara UEFA en ef að Þjóðverjar hafa fjórtán menn ætti leikurinn að fara fram Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2021 11:06 Það var létt yfir íslensku strákunum á æfingu í Duisburg í gær. Þjóðverjar æfðu ekki í morgun eftir að kórónuveirusmit greindist í hópnum. @footballiceland Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum UEFA að ákveða hvort að leikur Íslands og Þýskalands fari fram í Duisburg í kvöld, eftir að smit greindist í þýska landsliðshópnum. Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“ HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Sjá meira