Fresta leikjum kvöldsins og bíða leiðbeininga um æfingar Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 17:16 Íþróttabann hefur verið sett á hér á landi og óvíst hvenær boltinn byrjar aftur að rúlla. vísir/vilhelm Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að nú bíði íþróttasérsamböndin nánari leiðbeininga varðandi æfingar næstu þrjár vikurnar. Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara. KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara.
KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira