Gerrard: Enska landsliðið henti besta hægri bakverði landsins út úr liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 12:01 Trent Alexander-Arnold hefur átt erfitt tímabil hjá Liverpool og missti fyrir vikið sæti sitt í enska landsliðinu. Getty/John Powell Steven Gerrard var mjög hissa að sjá það að Trent Alexander-Arnold var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira