Landsliðsþjálfarinn segir að leikmenn eigi að fá bóluefni sem fyrst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 10:01 Gareth Southgate þakkar danska landsliðsmanninum Christian Eriksen fyrir leikinn eftir leik Englendinga og Dana fyrir áramót. EPA-EFE/Toby Melville Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, er harður á því að knattspyrnumenn eigi nú að ganga fyrir í röðinni þar sem beðið er eftir því að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate. HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Nú þegar hafa 25 milljónir Breta fengið bóluefni eða næstum því helmingur íbúa. Bólusetningin er því komin vel á veg þar. Enginn fótboltamaður hefur samt fengið bólusetningu en margir leikmenn hafa ferðast um Evrópu og víðar til að keppa í íþrótt sinni að undanförnu. England manager Gareth Southgate says footballers should be offered the coronavirus vaccine soon because of the risks of playing during the pandemic.Full story #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2021 Southgate tilkynnti hópinn sinn fyrir leiki í undankeppni HM og ræddi þá skoðun sína á bólusetningum. Southgate sagði að fótboltinn beri ábyrgð á því að verja heilsu leikmanna sem eru látnir spila við þessar aðstæður í miðjum heimsfaraldri. „Við erum komnir á þann stað að við erum að biðja íþróttafólk um að fara út í aðstæður þar sem þau eru líklegri en aðrir til að smitast og mér finnst við bera ábyrgð gagnvart þeim líka,“ sagði Gareth Southgate. Heilbrigðisstarfsfólk og fólk sem vinnur við félagslega þjónustu var í hópi þeirra fyrstu sem fengu bólusetningu í Bretlandi en þeir sem hafa fengið boð um bólusetningu eru aðallega eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Að mínu meti þá finnst mér við vera komin nálægt þeim stað að það sé orðið ásættanlegt að íþróttafólk komist á þennan lista. Við erum að biðja þau um að halda áfram að keppa,“ sagði Southgate. Players should be offered #covid19 vaccine, says England boss Gareth Southgatehttps://t.co/3kd3YV5HbI— The National Sport (@NatSportUAE) March 19, 2021 „Ég er ekki að tala um að þeir hafi átt að vera á undan lykilstarfsfólki eða kennurum en við erum að komast í þá stöðu að það ætti að vera ásættanlegt að íþróttafólki fái bóluefni. Fótboltinn gæti líka sparað heilbrigðisþjónustunni pening með því að kaupa bóluefnið og sjá um dreifingu á því líka, sagði Southgate. „Fótboltamenn eru að taka áhættu með að koma aftur heim til fjölskyldna sinna eftir keppnisferðalög og margir þeirra hafa fengið kórónuveiruna vegna vinnu sinnar,“ sagði Gareth Southgate.
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira