Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2021 10:01 Þórunn Erna Clausen upplifði eins og hún væri að bregðast þjóðinni þegar hún fór út til Portúgals í Eurovision árið 2018. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Einkalífið Eurovision Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira