„Erfitt að breyta til á miðri leið“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 23:01 Bjarni Fritzson og Einar Andri Einarsson veltu vöngum yfir leikjaálaginu í Olís-deild karla, þar sem þeir hafa báðir þjálfað. stöð 2 sport „Það var farið af stað með þetta svona og ég held að það sé voðalega erfitt að breyta til á miðri leið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í umræðum um álag á leikmönnum í Olís-deild karla í handbolta. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir málið með Bjarna og Einari Andra Einarssyni í Lokaskotinu og er hægt að sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, gagnrýndi HSÍ á mánudagskvöld fyrir þétta leikjadagskrá, eftir að Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í upphitun fyrir leik við Stjörnuna. Í síðustu viku lagði Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs, skóna á hilluna eftir þrálát axlarmeiðsli. Mikið hefur verið um meiðsli í herbúðum sumra liðanna í deildinni. Þórsarar lögðu til í desember að vegna langs hlés í Olís-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins yrði leikin einföld umferð í stað þess að hvert lið spilaði 22 leiki með tilheyrandi leikjaálagi. Sú tillaga naut ekki nægilegs stuðnings frá öðrum félögum. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi í gær að leikjaálagið væri vissulega mikið og eitthvað sem að HSÍ hefði áhyggjur af. Þeim áhyggjum hefði sambandið deilt með aðildarfélögum en ekki fundist önnur lausn en að hafa mótið í fullri lengd. „Við erum að fara aftur af stað eftir Covid-pásu og það er ekki hægt að klára þetta mót nema með því að spila þétt, því miður. Það er örugglega ekkert frábært fyrir leikmenn, og við sjáum það í þessum meiðslum, en þetta er staðreyndin,“ sagði Einar Andri Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Menn byrjuðu allt of geyst „Það þurfti að funda um þetta áður en við fórum af stað aftur, hvernig við færum að þessu, og þetta var niðurstaðan. Ég veit svo sem ekki hvaða aðrar tillögur voru í boði. Það hefði verið hægt að spila bara eina umferð en mönnum hugnaðist það ekki. Ég veit ekki hver var með lausnina á því hvernig væri hægt að gera, þó að auðvitað væri betra að það væri lengri tími á milli leikja,“ sagði Einar. „Ég held að þetta sé tvíþætt varðandi meiðslin. Við erum ekki endilega að horfa upp á mikið af meiðslum í leikjunum núna… það eru oft meiðsli,“ sagði Bjarni. „En við erum líka að horfa upp á það að mörg lið eru með meiðsli í sínum herbúðum þegar þau mæta til leiks. Það er af því að það mátti ekki æfa og svo var allt í einu bara leikur eftir korter. Menn byrjuðu því allt of geyst. Þess vegna held ég að margir hafi meiðst í undirbúningnum, vegna álagsins sem var að fara að koma,“ sagði Bjarni, sem hefði viljað sjá félögin vinna betur saman: „Þetta er allt ákveðið fyrir fram og félögin hafa alveg sitt að segja um hlutina. Ég held að vandamálið sé að félögin hafi ekki unnið saman til að gera þetta eins vel og þau gætu.“ Vilja menn spila langt fram á sumar? Ein leið til að minnka leikjaálagið er að færa bikarkeppnina til eða sleppa henni að þessu sinni. Einnig væri hægt að draga mótið enn lengra fram á sumarið: „Vilja leikmenn það? Mótinu á að ljúka um miðjan júní. Ástæðan fyrir því að ekki var hægt að fara lengra var sú að U21-landsliðið var að fara á stórmót í sumar, sem nú er búið að blása af. Það er þá mögulega hægt að lengja mótið en vilja menn það? Flestir samningar renna út í maí eða júní svo þar er líka flækjustig,“ sagði Einar.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti