Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2021 07:01 Ólafur Stefánsson í leik með AG gegn Savehof í Meistaradeildinni árið 2010. Lars Ronbog/Getty Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. Danskir fjölmiðlar fjölluðu vel um skiptin í gær en Hansen hefur verið í herbúðum PSG frá 2012. Hann er alinn upp hjá GOG en gerði þriggja ára samning við Álaborg frá sumrinu 2022. Arnór Atlason er þjálfari Álaborgar sem hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár og þeir stefna enn hærra á næstu árum. Þeir vilja fara alla leið í Final 4 í Meistaradeildinni. Eins og áður segir hefur Hansen skrifað undir samning og nú er talið að samherji hans úr landsliðinu, Mads Mensah, skrifi einnig undir samning við Álaborgarliðið. Mensah er með samning við Flensburg til sumarsins 2022. Dyr verdensstjerne: Sådan fik Aalborg Håndbold råd til Mikkel Hansen https://t.co/ThTKQ5vM7L pic.twitter.com/a8n82Vmu4k— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) February 19, 2021 Það eru þó ekki bara þessir tveir sem eru á leiðinni. Norski hornamaðurinn Kristian Bjørnsen frá Wetzlar og sænski línumaðurinn Jesper Nielsen hjá Rhein Neckar Löwen eru einnig taldir á leiðinni til danska liðsins. Það bendir því allt til þess að Álaborg stilli upp liði sem margt um minnir á liðið AG Kaupmannahöfn sem var lifandi á árunum 2010 til 2012. Liðið var algjört stjörnulið og Mikkel Hansen var einmitt hluti af því liði, sem og Mads Mensah. Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku með liðinu. Þeir urðu meistarar bæði tímabil sín í danska boltanum áður en þeir urðu gjaldþrota sumarið 2012. Einnig fóru þeir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar tímabilið 2011/2012. Kristian Bjørnsen ser ut til å bli del av «Mikkel Hansen-revolusjonen» i Aalborg. https://t.co/Ib1INMAFLe— Stig Aa. Nygård (@Tv2Stig) February 18, 2021 Danski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Danskir fjölmiðlar fjölluðu vel um skiptin í gær en Hansen hefur verið í herbúðum PSG frá 2012. Hann er alinn upp hjá GOG en gerði þriggja ára samning við Álaborg frá sumrinu 2022. Arnór Atlason er þjálfari Álaborgar sem hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár og þeir stefna enn hærra á næstu árum. Þeir vilja fara alla leið í Final 4 í Meistaradeildinni. Eins og áður segir hefur Hansen skrifað undir samning og nú er talið að samherji hans úr landsliðinu, Mads Mensah, skrifi einnig undir samning við Álaborgarliðið. Mensah er með samning við Flensburg til sumarsins 2022. Dyr verdensstjerne: Sådan fik Aalborg Håndbold råd til Mikkel Hansen https://t.co/ThTKQ5vM7L pic.twitter.com/a8n82Vmu4k— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) February 19, 2021 Það eru þó ekki bara þessir tveir sem eru á leiðinni. Norski hornamaðurinn Kristian Bjørnsen frá Wetzlar og sænski línumaðurinn Jesper Nielsen hjá Rhein Neckar Löwen eru einnig taldir á leiðinni til danska liðsins. Það bendir því allt til þess að Álaborg stilli upp liði sem margt um minnir á liðið AG Kaupmannahöfn sem var lifandi á árunum 2010 til 2012. Liðið var algjört stjörnulið og Mikkel Hansen var einmitt hluti af því liði, sem og Mads Mensah. Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku með liðinu. Þeir urðu meistarar bæði tímabil sín í danska boltanum áður en þeir urðu gjaldþrota sumarið 2012. Einnig fóru þeir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar tímabilið 2011/2012. Kristian Bjørnsen ser ut til å bli del av «Mikkel Hansen-revolusjonen» i Aalborg. https://t.co/Ib1INMAFLe— Stig Aa. Nygård (@Tv2Stig) February 18, 2021
Danski handboltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita