„Þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2021 10:00 Jóhannes Ásbjörnsson missti tengdamömmu sína á síðasta ári og tók það verulega á alla fjölskylduna. vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jóhannes er í hjónabandi með Ólínu Jóhönnu Gísladóttur og eiga þau saman þrjú börn. Ólína missti móður sína á síðasta ári og var sú kona ofboðslega náin fjölskyldunni. Jóhannes og Ólína hófu sitt samband fyrir 23 árum og hafa því verið lengi saman og segir Jóhannes að fráfall Þóru Ragnarsdóttur hafi tekið gríðarlega á. Þóra var móðir Rúriks Gíslasonar og ræðir Jóhannes einnig um samband hans við Rúrik en þeir hafa þekkst síðan að Rúrik var aðeins tíu ára og í raun eins og bræður. „Þetta var heilt yfir mjög erfitt fyrir fjölskylduna. Hún var mikill þátttakandi í öllu okkar lífi og ömmur og tengdamömmur eru það iðulega. Hún var tengd sínum barnabörnum og mjög tengd barnabörnunum sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem er svona mikill hluti af sjálfi fjölskyldunnar,“ segir Jóhannes en Þóra féll frá eftir baráttu við krabbamein. „Það sem gerði þetta svona sérstakt var að þetta var bara í miðri fyrstu bylgju og hún var með alvarlegt krabbamein og búin að vera í meðferð frá því um haustið. Svo er það oft þannig að þegar fólk er í krabbameinsmeðferð er ónæmiskerfið mjög veikt og stundum bara algjörlega í núlli. Þá er fólk varnarlausara fyrir allskonar sýkingum og veirum og það var það sem dregur tengdamömmu mína til dauða. Það sem setti þetta allt í sérstakt samhengi voru takmarkanirnar á umgengninni og það var í sjálfu sér ekkert hægt að vera hjá henni nema alveg undir það síðasta og þá bara fyrir þá allra nánustu, tengdapabbi og börnin hennar en hinir þurftu að kveðja hana í gegnum gler og síma.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfið kveðjustund en umræðan um missi fjölskyldunnar hefst þegar 22:00 mín eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira