Mættu með ljósin blikkandi og Jóhannes fluttur með hraði á sjúkrahús Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 11:31 Jóhannes Ásbjörnsson var í tuttugu daga í einangrun eftir að hafa veikst af Covid-19. Vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Sjá meira