Misskilningurinn í Mýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2021 10:30 Misskilningur eins og yfirmaðurinn á bensínstöðinni við Laugaveg myndi segja. Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. KA/Þór vann Stjörnuna í Mýrinni á laugardaginn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk í leiknum. Mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Stjarnan hefur kært framkvæmd leiksins og farið fram á úrslitunum verði breytt. Niðurstaða dómstóls HSÍ í málinu er væntanleg í næstu viku. „Þetta er hrikalega dapurt og hræðileg mistök fyrir svona jöfn lið eins og Stjörnuna og KA/Þór,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir í Seinni bylgjunni. Með sigrinum á laugardaginn komst KA/Þór á topp Olís-deildarinnar. Stjarnan er í 4. sætinu með tíu stig, þremur stigum á eftir KA/Þór. Svava Kristín Grétarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, sagðist hafa talað við þá sem stóðu vaktina á ritaraborðinu og að þeir hefðu borið fyrir sig misskilning eins og Georg Bjarnfreðarson gerði jafnan þegar hann lenti í klemmu. Klippa: Seinni bylgjan - Draugamarkið í Mýrinni „Þetta var vægast sagt klaufalegt og leiðinlegt fyrir leikinn. Nú er ekkert vitað hvað gerist í þessu máli,“ sagði Haraldur Þorvarðarson. Eftirlitsdómari er ekki á öllum leikjum í Olís-deildum karla og kvenna og því var ekki að skipta í Mýrinni á laugardaginn. Írisi Ástu finnst að eftirlitsdómari eigi að vera á öllum leikjum í efstu deild. „Af hverju er ekki eftirlitsdómari á þessum leik? Þetta var ekkert einsdæmi. Það voru nokkur atvik í leiknum þar sem klárlega þurfti eftirlitsdómara,“ sagði Íris Ásta. „Í góðum heimi væri væntanlega eftirlitsdómari á hverjum leik en það er rosalega mikið af leikjum og svoleiðis,“ sagði Haraldur. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Tengdar fréttir Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
KA/Þór vann Stjörnuna í Mýrinni á laugardaginn, 26-27, þrátt fyrir að hafa bara skorað 26 mörk í leiknum. Mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Stjarnan hefur kært framkvæmd leiksins og farið fram á úrslitunum verði breytt. Niðurstaða dómstóls HSÍ í málinu er væntanleg í næstu viku. „Þetta er hrikalega dapurt og hræðileg mistök fyrir svona jöfn lið eins og Stjörnuna og KA/Þór,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir í Seinni bylgjunni. Með sigrinum á laugardaginn komst KA/Þór á topp Olís-deildarinnar. Stjarnan er í 4. sætinu með tíu stig, þremur stigum á eftir KA/Þór. Svava Kristín Grétarsdóttir, stjórnandi Seinni bylgjunnar, sagðist hafa talað við þá sem stóðu vaktina á ritaraborðinu og að þeir hefðu borið fyrir sig misskilning eins og Georg Bjarnfreðarson gerði jafnan þegar hann lenti í klemmu. Klippa: Seinni bylgjan - Draugamarkið í Mýrinni „Þetta var vægast sagt klaufalegt og leiðinlegt fyrir leikinn. Nú er ekkert vitað hvað gerist í þessu máli,“ sagði Haraldur Þorvarðarson. Eftirlitsdómari er ekki á öllum leikjum í Olís-deildum karla og kvenna og því var ekki að skipta í Mýrinni á laugardaginn. Írisi Ástu finnst að eftirlitsdómari eigi að vera á öllum leikjum í efstu deild. „Af hverju er ekki eftirlitsdómari á þessum leik? Þetta var ekkert einsdæmi. Það voru nokkur atvik í leiknum þar sem klárlega þurfti eftirlitsdómara,“ sagði Íris Ásta. „Í góðum heimi væri væntanlega eftirlitsdómari á hverjum leik en það er rosalega mikið af leikjum og svoleiðis,“ sagði Haraldur. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Stjarnan Seinni bylgjan Tengdar fréttir Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31
Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31
Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10
Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn