Brighton og Sheff. United hafa „eytt“ meira en Liverpool í síðustu tíu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 09:00 Raheem Sterling var í aðalhlutverki þegar Manchester City gerði endanlega út um titilvörn Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. EPA-EFE/Tim Keeton Manchester City hefur eytt langmestu allra félaga í Evrópu þegar nettóeyðsla síðustu tíu félagsskiptaglugga er skoðuð. Liverpool er 22 sætum neðar á listanum. Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira