Brighton og Sheff. United hafa „eytt“ meira en Liverpool í síðustu tíu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 09:00 Raheem Sterling var í aðalhlutverki þegar Manchester City gerði endanlega út um titilvörn Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. EPA-EFE/Tim Keeton Manchester City hefur eytt langmestu allra félaga í Evrópu þegar nettóeyðsla síðustu tíu félagsskiptaglugga er skoðuð. Liverpool er 22 sætum neðar á listanum. Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu. Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira
Manchester City vann yfirburðasigur á Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í þeim leik var greinilega himinn og haf á milli þessara tveggja liða. Jürgen Klopp hefur ekki getað brugðist við meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili og það lítur út fyrir að breiddin hjá ensku meisturunum sé ekki mjög mikil. Liverpool var án manna eins og Virgil van Dijk, Joe Gomez og Diogo Jota í leiknum en Manchester City var líka án stórstjarna sinna Kevin De Bruyne og Sergio Aguero. Heilt yfir þá hefur Manchester City ráðið miklu betur við fjarveru leikmanna og Pep Guardiola hefur tekist að halda sínu liði fersku á meðan að lærisveinar Jürgen Klopp líta út fyrir að vera alveg búnir á því. 1. Man City ( 631m) 4. PSG ( 455m) 14. Juventus ( 249m) 22. Leicester City ( 134m) Liverpool have a net spend less than Aston Villa, Brighton, Fulham and Sheffield United Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 8. febrúar 2021 CIES Football Observatory hefur nú tekið saman nettóeyðslu fótboltafélaganna í Evrópu í síðustu tíu félagsskiptagluggum og þar má einnig sjá gríðarlega mikinn mun á eyðslu Manchester City og Liverpool á þessum tíma. Manchester City er eina liðið í Evrópu sem hefur eytt meiru en einum milljarði evra í nýja leikmenn frá því sumarið 2016 en nettóeyðsla enska félagsins síðan þá er 631 milljón evra. City hefur þannig eytt 631 milljón evrum meira í nýkeypta leikmenn en félagið hefur fengið til baka með því að selja leikmenn. Manchester United er í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og liðið er einnig í öðru sæti á þessum lista með nettóeyðslu upp á 586 milljónir evra. Barcelona, Paris Saint-Germain og Internazionale frá Milan eru hin félögin á topp fimm. Það þarf að fara ansi langt niður listann til að finna Liverpool. Félagið er ekki inn á topp tíu og ekki einu sinni inn á topp tuttugu. Most net transfer spending over last transfer windows for big-5 league teams @ManCity ahead @ManUtd & heavily indepted @FCBarcelona Six teams & 2 from in the top 10 (@Inter & @acmilan); full data in last @CIES_Football Weekly Post https://t.co/1Qz0DJ9yfE pic.twitter.com/bD3GdxH9Zh— CIES Football Obs (@CIES_Football) February 8, 2021 Það þarf að fara alla leið niður í 23. sæti til að finna Liverpool á listanum en félagið er með nettóeyðslu upp á 129 milljónir evra. Liverpool hefur eytt 603 milljónum evra í nýja leikmenn en jafnframt selt leikmenn fyrir 474 milljónir evra. Meðal félaga sem eru fyrir ofan Liverpool eru félög eins og Brighton (11. sæti), Wolves (13. sæti), Fulham (15. sæti) and West Ham (17. sæti), Sheffield United (21. sæti) og Leicester (22. sæti). Það er því kannski ekkert skrýtið að Jürgen Klopp sé orðinn pirraður á því að fá ekki pening fyrir nýja leikmenn til að halda Liverpool á toppnum. Nú gæti liðið lent í vandræðum með að enda meðal fjögurra efstu liðanna og því gæti Meistaradeildarsætið verið í hættu.
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira