Draumur Íslands lifir með sigri á sexföldum heimsmeisturum Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Ísland er í kapphlaupi við Sviss og fleiri lið um að komast í 8-liða úrslit á HM, og eftir tap gegn Sviss er Ísland ansi aftarlega í því hlaupi. EPA-EFE/URS FLUEELER Það þarf vissulega bjartsýni í anda Pollýönnu til að velta fyrir sér þeim möguleika en Ísland á samt enn von um að komast í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. Vonin sú veltur á því að Ísland vinni sigursælustu þjóð í sögu HM, Frakka, í dag kl. 17 og svo liðið sem leikið hefur til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, Norðmenn, á sunnudaginn. Fyrir lið sem tapað hefur leikjum gegn Portúgal og Sviss virðist möguleikinn á því ekki ýkja mikill, en hann er þó til staðar. Ef að Ísland vinnur Frakkland, sama með hvaða mun, og Noreg með fimm marka mun, þarf liðið varla að treysta á önnur úrslit. Til dæmis væri þá nóg að Noregur vinni Alsír í kvöld. Ef að úrslit í öðrum leikjum falla með Íslandi væri „nóg“ fyrir Ísland að vinna leikina við Frakkland og Noreg með eins marks mun, en það yrði vissulega ógleymanlegt þrekvirki að vinna báða þessa leiki og grunnforsenda fyrir möguleikanum á að komast áfram. Staðan eftir þrjár umferðir og leikirnir sem eftir eru: Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit. Hafa ber í huga að verði lið jöfn að stigum gilda innbyrðis úrslit í leikjum þeirra. Verði til dæmis þrjú lið jöfn, og hafi hvert þeirra unnið einn leik en tapað einum í innbyrðis viðureignum þeirra þriggja, ræður samanlögð markatala úr þessum innbyrðis leikjum því hvernig þau raðast. Ísland ætti mun raunhæfari möguleika á því að komast í 8-liða úrslit ef liðið hefði ekki tapað 20-18 gegn Sviss og 25-23 gegn Portúgal.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Hvernig viljum við þá að hinir leikirnir fari, svo að Íslandi dugi að vinna sína leiki? Hægt er að teikna upp 81 sviðsmynd út frá því að Ísland vinni bæði Noreg og Frakkland, svo við látum það nú ógert. Til einföldunar skulum við reikna með að Alsír tapi báðum sínum leikjum, gegn Noregi og Sviss (Það gæti þó hjálpað Íslandi ef að Sviss tapaði gegn Alsír í lokaumferðinni, sem er ekki óraunhæft). Þá standa eftir leikir Sviss og Portúgals í dag, og Portúgals og Frakklands á sunnudag. Við skulum skoða hvaða úrslit henta þar. Hvað ef Ísland vinnur báða sína leiki og Alsír tapar báðum sínum? Ef Portúgal vinnur bæði Sviss og Frakkland fer Ísland þá með Portúgal í 8-liða úrslitin. Þessi möguleiki hentar því Íslandi best. Eins marks sigur gegn Frakklandi og Noregi væri nóg. Lokastaða: Portúgal 8, Ísland 6, Frakkland 6, Noregur 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Portúgal vinnur Sviss en Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Portúgal 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal og Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fimm marka mun svo að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslit (nema að Sviss vinni ekki Alsír). Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Sviss 6, Portúgal 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal en Portúgal vinnur Frakkland gætu fimm lið orðið jöfn með 6 stig. Þá myndi innbyrðis markatala úr leikjum þessara fimm liða ráða því hvaða tvö lið færu áfram. Ef Portúgal og Sviss gera jafntefli kæmist Ísland áfram ef ekki yrði jafntefli hjá Frakklandi og Portúgal. Ef jafntefli yrði í báðum þessum leikjum þyrfti Ísland að hafa unnið Noreg með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Eins og fyrr segir er fjöldi annarra möguleika í stöðunni en möguleikinn á að Ísland endi HM sem eitt af þeim átta bestu í heimi er sem sagt enn til staðar. Liðið þarf bara að vinna Frakkland og Noreg, og eldingu hefur lostið niður tvisvar á sama stað. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01 „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Vonin sú veltur á því að Ísland vinni sigursælustu þjóð í sögu HM, Frakka, í dag kl. 17 og svo liðið sem leikið hefur til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, Norðmenn, á sunnudaginn. Fyrir lið sem tapað hefur leikjum gegn Portúgal og Sviss virðist möguleikinn á því ekki ýkja mikill, en hann er þó til staðar. Ef að Ísland vinnur Frakkland, sama með hvaða mun, og Noreg með fimm marka mun, þarf liðið varla að treysta á önnur úrslit. Til dæmis væri þá nóg að Noregur vinni Alsír í kvöld. Ef að úrslit í öðrum leikjum falla með Íslandi væri „nóg“ fyrir Ísland að vinna leikina við Frakkland og Noreg með eins marks mun, en það yrði vissulega ógleymanlegt þrekvirki að vinna báða þessa leiki og grunnforsenda fyrir möguleikanum á að komast áfram. Staðan eftir þrjár umferðir og leikirnir sem eftir eru: Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit. Hafa ber í huga að verði lið jöfn að stigum gilda innbyrðis úrslit í leikjum þeirra. Verði til dæmis þrjú lið jöfn, og hafi hvert þeirra unnið einn leik en tapað einum í innbyrðis viðureignum þeirra þriggja, ræður samanlögð markatala úr þessum innbyrðis leikjum því hvernig þau raðast. Ísland ætti mun raunhæfari möguleika á því að komast í 8-liða úrslit ef liðið hefði ekki tapað 20-18 gegn Sviss og 25-23 gegn Portúgal.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Hvernig viljum við þá að hinir leikirnir fari, svo að Íslandi dugi að vinna sína leiki? Hægt er að teikna upp 81 sviðsmynd út frá því að Ísland vinni bæði Noreg og Frakkland, svo við látum það nú ógert. Til einföldunar skulum við reikna með að Alsír tapi báðum sínum leikjum, gegn Noregi og Sviss (Það gæti þó hjálpað Íslandi ef að Sviss tapaði gegn Alsír í lokaumferðinni, sem er ekki óraunhæft). Þá standa eftir leikir Sviss og Portúgals í dag, og Portúgals og Frakklands á sunnudag. Við skulum skoða hvaða úrslit henta þar. Hvað ef Ísland vinnur báða sína leiki og Alsír tapar báðum sínum? Ef Portúgal vinnur bæði Sviss og Frakkland fer Ísland þá með Portúgal í 8-liða úrslitin. Þessi möguleiki hentar því Íslandi best. Eins marks sigur gegn Frakklandi og Noregi væri nóg. Lokastaða: Portúgal 8, Ísland 6, Frakkland 6, Noregur 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Portúgal vinnur Sviss en Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Portúgal 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal og Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fimm marka mun svo að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslit (nema að Sviss vinni ekki Alsír). Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Sviss 6, Portúgal 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal en Portúgal vinnur Frakkland gætu fimm lið orðið jöfn með 6 stig. Þá myndi innbyrðis markatala úr leikjum þessara fimm liða ráða því hvaða tvö lið færu áfram. Ef Portúgal og Sviss gera jafntefli kæmist Ísland áfram ef ekki yrði jafntefli hjá Frakklandi og Portúgal. Ef jafntefli yrði í báðum þessum leikjum þyrfti Ísland að hafa unnið Noreg með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Eins og fyrr segir er fjöldi annarra möguleika í stöðunni en möguleikinn á að Ísland endi HM sem eitt af þeim átta bestu í heimi er sem sagt enn til staðar. Liðið þarf bara að vinna Frakkland og Noreg, og eldingu hefur lostið niður tvisvar á sama stað.
Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01 „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00