Segir Gumma ekki skipta sér af hárgreiðslunni þegar menn nýti færin sín svona Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 16:07 Bjarki Már Elísson var frábær gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/Hulda Margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Bjarki Már Elísson fái nú eflaust bara að hafa hárið sitt eins og hann kjósi þó að á árum áður hafi Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stöku sinnum gert athugasemdir ef leikmenn voru uppteknir af útliti sínu. Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Bjarki var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. Hann er tekinn við sem aðalhornamaður Íslands í vinstra horninu, eftir tvo áratugi Guðjóns Vals Sigurðssonar í þeirri stöðu. Bjarki varð markakóngur í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð og sýndi einnig með 9 mörkum úr 10 skotum hvers hann er megnugur, í sigrinum gegn Portúgal á sunnudag. „Hann var bara geggjaður og þetta var nákvæmlega eins leikur og hann er búinn að vera að sýna í bundesligunni. Það er nákvæmlega þetta sem að við viljum sjá frá honum,“ sagði Ásgeir Örn, fyrrverandi landsliðsmaður, en þeir Theódór Ingi Pálmason voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum. Bjarki hafði átt frekar dapran leik í útileiknum gegn Portúgal í síðustu viku: „Sextíu prósent nýtingin hjá honum [í Portúgal] var eiginlega bara léleg, því þetta voru góð færi sem hann var að taka, en hann klikkaði bara á dauðafærum. Eina leiðin til að svara slíku er með frammistöðu eins og á sunnudaginn. Vonandi heldur hann því áfram,“ sagði Ásgeir en Bjarki verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn, í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi. Fær grænt ljós á „Mikkel-bandið“ Henry minntist léttur í bragði á sítt hár Bjarka og ennisbandið sem hann notar og minnir á Mikkel Hansen: „Hann er að taka Mikkel-bandið á þetta. Þetta er dálítið skemmtilegt,“ sagði Ásgeir. „Ef þú ert með svona þykkt og gott hár þá er um að gera að láta þetta vaxa dálítið duglega. Þó að hann sé kominn á fertugsaldurinn þá ætla ég að gefa grænt ljós á þetta. Mikkel er nú þremur árum eldri,“ sagði Theódór. Guðmundur líklega hættur að skipta sér af Ásgeir lék lengi undir stjórn Guðmundar landsliðsþjálfara. Félagar hans í landsliðinu til margra ára, Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson, stofnuðu reyndar einmitt fyrirtækið Silver sem framleiddi hárgel. Henry spurði Ásgeir hvort að þjálfarinn skipti sér eitthvað af því hvernig hárgreiðslu menn væru með: „Hann hefur einhvern tímann gert það, í gamla daga. Ég held að hann sé ekki að því í dag. Og ef að menn eru með 9 mörk úr 10 skotum þá lætur hann þetta bara „slæda“,“ sagði Ásgeir léttur í bragði og bætti við: „Ég var voða lítið í þessu. Það voru sumir sem voru svolítið uppteknir af þessu og fengu pillur öðru hverju.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að neðan. Umræðan um Bjarka Má hefst eftir 9 mínútur og 30 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira